Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1947, Side 119
117
tíðarræðuna. — Stúdentablaðið kom út þennan dag og merki dags-
ins voru seld á götunum.
2. Áramótadansleikurinn fór fram venju samkvæmt. Sá stúdenta-
ráð um allan undirbúning. Próf. Sigurður Nordal flutti áramóta-
ávarp. Var fjölmenni mikið, og skemmtu menn sér hið bezta.
3. Síðasti vetrardagur. Eins og áður sá stúdentaráð um kvöld-
vöku í útvarpinu um kvöldið. Komu háskólastúdentar þar eingöngu
fram. Þótti dagskráin með afbrigðum góð, og fékk stúdentaráð sér-
stakt hrós frá skrifstofu útvarpsráðs. Þetta kvöld hélt stúdentaráð
og sumarfagnað í Sjálfstæðishúsinu ásamt Stúdentafélagi Reykja-
víkur. Var þar margt manna og gleði mikil.
Aðrar skemmtanir.
Kvöldvökur. Sú nýjung var tekin upp í skemmtanalífi stúdenta,
að haldnar voru kvöldvökur í salarkynnum Gamla-Garðs. Voru
skemmtikraftar eingöngu háskólastúdentar, að því undanskildu, að
kvikmyndasýningar fóru fram á báðum kvöldvökunum. Háskóla-
stúdentarnir skemmtu með upplestri, söng, hljóðfæraslætti, leikþátt-
um og spumingaþáttum. Fyrri kvöldvakan var haldin í apríl, en
sú síðari í október, og þar spilaði nýstofnuð hljómsveit háskóla-
stúdenta í fyrsta sinn.
Dansleikir voru 10 á vegum þessa ráðs. Tilgangurinn var tvíþætt-
ur: 1. Að gefa stúdentum kost skemmtana. 2. Að afla fjár til nyt-
samlegra framkvæmda. Ágóði af dansleikjum þessum varð um 14
þúsund krónur.
Stúdentamót.
íslenzkt stúdentamót var haldið á vegum Stúdentasambands ís-
lands í júlí, bæði í Reykjavík og Reykholti. Var skipuð 7 manna
undirbúningsnefnd, skipuð fulltrúum frá sambandinu, Kvenstúdenta-
félaginu, háskólaráði, Stúdentafélagi Reykjavíkur og stúdentaráði.
Handritamálið var aðalmál mótsins og skorinorðar ályktanir sam-
þykktar í því. Mót þetta sátu ýmsir erlendir gestir, enda var því
hagað svo, að mótið var haldið um leið og Norðmenn komu hér
til að afhjúpa Snorra-líkneskið. Veitti ríkissjóður 15 þúsund króna
styrk til móts þessa.
Norrænt stúdentamót var haldið í Finnlandi dagana 14.—21. ágúst.
Stúdentaráð sá um þátttöku íslendinga í móti þessu, enda munu
önnur stúdentasamtök tæplega fáanleg til að taka nokkurt starf
að sér. Þátttakendur voru 6 frá íslandi, þrátt fyrir það, að enginn
komst héðan að heiman vegna gjaldeyrisvandræða, svo að treysta
varð á liðsinni íslenzkra stúdenta á Norðurlöndum. Var íslending-
um afar vel tekið á móti þessu. Stúdentaráð styrkti för þessa með