Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Blaðsíða 7
5
hann velkominn til vor. Ég geri ráð fyrir, að kröfurnar til
B.A.-prófs verði mjög auknar á næstu árum, svo að próf í
þessum greinum svari til prófs í aukagreinum til embættis-
prófs (cand. mag.) í nágrannalöndum vorum. Samtímis þróun
þeirri, er ég hef nefnt, mun ný rannsóknarstofnun í húsdýra-
sjúkdómum, er lýtur læknadeild, taka bráðlega til starfa á
Keldum í Mosfellssveit undir forstöðu Björns Sigurðssonar
læknis. Var stofnun þessi að hálfu kostuð af Rockefeller-
stofnuninni og að hálfu af ríkissjóði. Kostnaður fór fram úr
áætlun, eins og tíðkast um flestar framkvæmdir á voru landi,
en Rockefellerstofnunin hefur einnig lofað að greiða helming
þeirrar upphæðar. Háskólanum hefur fyrir nokkrum dögum
borizt tilkynning frá stjórn sjóðsins í New York, að hún hafi
nýlega samþykkt að gefa Tilraunastöð háskólans í meinafræði
á Keldum 50 þús. dollara til viðbótar fyrri gjöf sinni. Heildar-
framlag Rockefellersjóðsins til tilraimastöðvarinnar nemur
þannig nú 200 þús. dollurum. Gjöf þessi verður greidd á tíma-
bilinu til 31. des. 1951. Háskólinn hefur þakkað þessa höfð-
inglegu gjöf Rockefellersjóðsins. Hún er sérstaklega kærkomin
vegna þeiri-a erfiðleika, sem aukin dýrtíð skapar öllum nýjum
framkvæmdum nú, og vegna þess hlýhugar í garð Tilrauna-
stöðvarinnar á Keldum og Háskóla Islands, sem hún ber vitni
um.
Atvinnudeildin, er stofnuð var á sínum tíma að tilhlutan
kennara háskólans, er enn í mjög lausum tengslum við háskól-
ann, og hafa þó margir starfsmenn bætzt þar við á undan-
förnum árum. Háskólinn lét reisa árið 1937 af sínu fé bygging
þá, er stendur á háskólalóðinni, og var tilætlunin, að undir
forystu háskólans skyldu þar gerðar þær rannsóknir, er lytu
að eflingu aðalatvinnuvega þjóðarinnar, fiskveiða, landbúnaðar
og iðnaðar. Má öllum vera augljóst mál, að vel fari á því, að
háskóli þjóðarinnar hafi einnig forystu í þessum málum, og
er því þess að vænta, að stjórn og þing beri gæfu til að koma
á endanlegu og föstu skipulagi á þessi mál, áður en mjög langt
líður. Fyrir samtök háskólakennara og stúdenta voru báðir
stúdentagarðarnir reistir, annar 1934, hinn 1943, og nú hefur