Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Síða 14
12
þeim efnum stöndum vér að baki mörgum þjóðum. Á bréf eitt,
er ég fékk frá einu af hinum merku colleges í Oxford, var
letrað: Manners maketh man. Má af þessu sjá, hve ríka áherzlu
Englendingar leggja á alla ytri framkomu, enda er kunnugt,
að í hinum víðkunnu heimavistarskólum Breta eru hinir ungu
nemendur uppfræddir daglega í góðum siðum og framkomu
allri og þykir mikilsvert að vel takist.
Mættum við margt af þessu læra. Það skiptir miklu fyrir
hvern ungan mann, að hann leggi ríka áherzlu á að fága ytri
framkomu sína, og sá, er kemst langt í þeirri grein, er líklegri
en aðrir til þess að hljóta frama í lífinu og ná eftirsóttu
marki. Sá er ljóður talinn á háttum íslenzkra stúdenta, að
þeir sé of hneigðir til áfengisnautnar, og hefur stundum verið
minnzt á þetta í blöðum. Ég er þeirrar skoðunar, að stundum hafi
verið gert of mikið úr þessu og að varla sé hægt að gera strangar
kröfur til ungra stúdenta frekar en annarra í landi, þar sem sjálft
ríkið rekur áfengisverzlun fyrir stórkostlegar fjárhæðir árlega.
En hinu verður ekki neitað, að á sumum tyllidögum stúdenta
hefur áfengisneyzla þeirra gengið úr hófi fram og verið þeirn
til vansæmdar. Ég hygg, að gagnslaust sé að reyna að lækna
þessa þjóðfélagsmeinsemd með baráttu fyrir algeru banni. Hitt
er aðalatriðið að vanda svo til uppeldis í heimilum og skólum,
að hver maður telji sér vansæmd að því að neyta víns í óhófi
og sýna sig drukkinn á mannamótum. Ef þér, ungu stúdentar,
vilduð gera yður fullkomlega ljóst, hvílíkur ósómi það er að
drekka frá sér vit og rænu, ætti hverjum yðar að vera það
Ijúft að strengja þess heit að láta aldrei slíkt henda sig að
verða ósjálfbjarga af ofnautn áfengis. Viðleitni hvers manns
er komin undir þvi, að hann hafi fullkomið vald yfir sjálfum
sér og temji sér hófsemi í lifnaðarháttum og drengilega fram-
komu í hvívetna. 1 opinberu lífi koma á öllum tímum fram
loddarar, er leika sér að því að ranghverfa sannleikanum, en
þykjast sjálfir vera til þess kvaddir að vera forystumenn þjóðar
sinnar. Slíkum mönnum verður fyrr eða síðar útskúfað. Leitið
því sannleikans framar öllu og minnist þess, að þér eruð
ungir og óreyndir og margir glapstigir framundan. Ef þér