Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Page 70

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Page 70
68 starfi hans. Hann helgar honum sérstaklega formálann fyrir ágætasta riti sínu, Heimskringlu: „Ari prestur hinn fróði Þorgilsson, Gellissonar, ritaði fyrstr manna hér á landi at norrænu máli fræði bæði forna og nýja .... Þykir mér hans sögn öll merkiligust. Var hann forvitri. .... Þat var eigi undarligt, at Ari væri sannfróðr at fornum tíðendum bæði hér ok útan lands, at hann hafði numit at gömlum mönnum ok vitrum, en var sjálfr námgjarnokminnigr.“ Lotning Snorra og aðdáun ber þvi órækt vitni, hver afburða- maður Ari var. Og að því leyti má telja hann Snorra fremri, að hann ruddi honum veg. Ævistarf Ara er runnið af meiði kristninnar á Islandi og eitt dæmi þess, hver móðir hún varð menning vorri. Skóli Teits prests Isleifssonar í Haukadal, fóstra Ara, er prestaskóli, og glæðir m. a. áhuga Ara á skráningu sögu og tímatali. Þar nemur Ari í 14 ár og kynnist jafnframt öndvegismönnum kirkj- unnar á Islandi, svo sem Skálholtsbiskupunum Isleifi og Gissuri og Sæmundi presti fróða. Hann tekur prestsvígslu af Gissuri að loknu skólanámi og hefur að líkindum gerzt náinn vinur hans og samstarfsmaður að því að koma á manntali og fastan skipan í biskupsdæmi hans í sambandi við lögtöku tíundarinnar. Hann rekur sérstaklega atburði kirkjusögunnar og ættir land- námsmanna í fjórðungi hverjum til biskupanna. Hann getur þess, að kennimenn hafi sagt upp í lögréttu hin fyrstu lög, sem rituð voru. Hann semur Islendingabók að beiðni biskupa landsins og hefur þá að ráðunautum um það rit og Sæmund prest. Áhugi hans á sögu kirkjunnar helzt vísast ófölskvaður til hárrar elli. Hálfáttræður semur hann skrá um kynboma kennimenn á Islandi og fám árum siðar skrifar hann hjá sér andlátsstund Ketils biskups Þorsteinssonar. Litlu seinna andast hann, að líkindum hjá Þorgils presti syni sínum að Staðastað, trúr sonur kirkju sinnar frá vöggu til grafar. Langafa Ara, Þorkatli Eyjólfssyni, auðnaðist ekki að keppa við Ólaf konung helga og reisa kirkju þá, er mest væri gjörð á Islandi. En svölun hefði það orðið metnaði hans, ef hann hefði mátt vita, að sonarsonarsonur hans myndi vinna meira
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.