Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Page 99
97
Þýzka.
1. stig:
A. Lestur bókmennta, er nemi samtals 700—800 blaðsíðum í
áttablaðabroti bundins máls og óbundins, og skal um þriðji
hluti þess vandlega lesinn. Bókmenntirnar skulu einkum
valdar frá 19. og 20. öld, en einnig nokkuð frá 18. öld.
B. Góð skil á frumatriðum þýzkrar beygingar- og setningar-
fræði og nokkur leikni í að snúa léttum íslenzkum texta
á þýzku.
C. Nokkur þekking á höfuðatriðum þýzkrar hljóðfræði og
lýtalítill framburður þýzkunnar. Sæmileg fæmi í að skilja
mælt mál þýzkt og tala það.
D. Höfuðdrættir þýzkrar bókmenntasögu frá því um 1700.
E. Aðalatriði þýzkrar málssögu.
F. Nokkur leikni í lestri þýzkra rithanda.
2. stig:
A. Lestur bókmennta a. m. k. um 1000 blaðsíður. Textarnir
skulu valdir þannig, að þeir gefi nokkra hugmynd um
þróun þýzkra nútímabókmennta.
B. Víðtækari þekking á þýzkri málfræði og aukin leikni í að
rita þýzku.
C. Nánari skil á þýzkri hljóðfræði og aukin leikni í að mæla
á þýzka tungu.
D. Yfirlit yfir þýzka bókmenntasögu.
E. Yfirlit yfir þýzka málssögu, þar sem m. a. er krafizt
undirstöðu í miðháþýzku.
3. stig:
A. Bókmenntalestur nemi að minnsta kosti um 1000 blað-
síðum, sem valdar skulu eftir sama sjónarmiði og til 2. stigs.
B. Allmiklar kröfur um leikni í að skrifa og tala þýzku.
C. Bókmenntasagan aukin, einkum í sambandi við þau rit,
sem lesin eru undir þetta stig.
D. Kröfur í þýzkri málssögu auknar að mun, m. a. skal
krafizt nokkurra skila á fornháþýzku máli.
13