Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Síða 103
101
Magnússon, stud. oecon., Stefán Hilmarsson, stud. jur., Sigurjón
Jóhannesson, stud. mag.
Af B-lista — lista Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta (193
atkv.): Gísli Jónsson, stud. mag., Tómas Helgason, stud. med., Gunn-
ar Hvannberg, stud. oecon., Jón ísberg, stud. jur.
Af C-lista — lista Félags róttækra stúdenta (107 atkv.): Páll
Theódórsson, stud. polyt., Pétur Þorsteinsson, stud. jur.
Á kjörskrá voru 501 kjósandi. Þar af neyttu atkvæðisréttar síns
419, 3 seðlar voru auðir og 2 ógildir.
Á fyrsta fundi ráðsins, 3. nóv. 1948, skyldi fara fram stjórnarkjör.
Komu fram 3 listar. Fékk 1. maður á lista Vöku 4 atkv., 1. maður
á sameiginlegum lista Fél. frjálsl. og stúdentafél. lýðræðiss. sós.
3 atkv., 1. maður á lista Fél. róttækra stúdenta fékk 2 atkv., og 2.
maður á lista Vöku fékk 2 atkv. Fór því fram hlutkesti á milli hinna
tveggja síoast nefndu, er lauk svo, að fulltrúi Vöku vann það. Hlutu
því sæti í stjóm ráðsins, þeir Gísli Jónsson, Bjarni V. Magnússon og
Jón ísberg. Þessu næst skipti stjórnin með sér verkum. Varð Gísli
Jónsson form., Bjami V. Magnússon ritari og Jón ísberg gjaldkeri.
Er hin nýja stjóm skyldi taka við, bar Pétur Þorsteinsson fram
svohljóðandi tillögu: „Fundur í stúdentaráði 3. nóv. 1948 samþykkir
að lýsa vantrausti á stjóm ráðsins undir forystu Gísla Jónssonar.“
Frávísunartillaga kom fram við þessa tillögu og var samþykkt
með 7 atkv. gegn 2.
Þá er þess að minnast, að á fundi ráðsins 16. des. 1948 kom fram
svohljóðandi tillaga frá Pétri Þorsteinssyni:
„Fundur í stúdentaráði, haldinn 16. des. 1948, samþykkir að lýsa
vantrausti á meiri hluta stjórnar stúdentaráðs. Jafnframt leggur
fundurinn til, að reglulegum fundi ráðsins verði frestað þangað til
fulltrúum gefst tækifæri til samkomulags um stjómarkjör, þó ekki
lengur en til 10. jan. 1949.
Svohljóðandi greinargerð fylgdi: „Stúdentar hafa frá öndverðu lát-
ið sig miklu skipta sjálfstæðismál þjóðarinnar og vilja halda þeirri
stefnu framvegis. Nú hafa þeir með samþykkt almenns stúdenta-
fundar hinn 14. þ. m. tekið ákveðna afstöðu varðandi hlutleysismál
íslendinga.
Hins vegar kom fram á nefndum fundi, að núverandi formaður
stúdentaráðs var mjög á annarri skoðun. Telur stúdentaráð því eðli-
legt, að skipt verði um forystu í ráðinu eins og málum er nú háttað.“
Samkvæmt frávísunartillögu frá Stefáni Hilmarssyni var samþykkt
að fresta afgreiðslu vantrauststillögunnar, þar til í síðasta lagi 10.
jan. 1949.
10. jan. var svo vantrauststillagan tekin fyrir á fundi. Var van-