Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Side 7
5
Islandssögu og mannkynssögu, auk kennaraprófs í íslenzkum
fræðum, eins og verið hefur. Hefur þessi breyting verið gerð
til þess að gera ýmsum skólum auðveldara að fá kennara, sem
væru sérfræðingar í íslenzkum fræðum, en gætu auk þess
kennt eina námsgrein í viðbót.
Starf háskólans var mjög fjölþætt á síðasta ári. Auk þeirra
opinberu fyrirlestra, er kennarar háskólans og íslenzkir fræði-
menn fluttu, komu hingað erlendir gestir háskólans, er einnig
fluttu fyrirlestra, og voru þeir Gwyn Jones, prófessor frá Abe-
rystwyth í Wales, próf. Didrik Arup Seip frá Oslóarháskóla,
Séan MacBride, fyrrum utanríkisráðherra fra og próf. Hans A.
Miiller frá Columbiaháskólanum í NewYork. Þá var haldið
námskeið í íslenzkum fræðum fyrir stúdenta frá Norðurlönd-
um, hið 3. í röðinni, og sóttu það 25 stúdentar, eða fleiri en
nokkru sinni áður. íslendingum er það metnaðarmál að kynna
hið fagra mál sitt, sem er svo mikilvægt fyrir allar málfræði-
rannsóknir, og ágætu bókmenntir, bæði að fornu og nýju.
Háskólinn er því þakklátur ríkisstjórninni fyrir að hafa átt
frumkvæði að því að bjóða á undanförnum 3 árum erlendum
stúdentum til náms í íslenzkum fræðum heilan vetur við há-
skóla vorn. Reynslan hefur orðið sú, að þessir stúdentar hafa
flestir numið íslenzkt nútíðarmál og getað mælt á vora tungu,
er þeir hafa horfið héðan. Á þessu ári hafa þegið boð stjórn-
arinnar stúdentar frá Englandi, frlandi, Þýzkalandi, Sviss og
Spáni, og eru þeir allir komnir til náms. Þetta táknar í raun
og veru nýtt landnám fyrir íslenzk fræði, því að margir þeirra
munu síðar sinna íslenzkum fræðum á menntabraut sinni, er
þeir hafa lært að skilja íslenzkt nútíðarmál og kynnzt íslenzk-
um landshögum og hugsunarhætti.
Háskólanum hafa á síðastliðnu ári verið gefnir eftirfarandi
sjóðir: Minningarsjóður Benedikts sýslumanns Sveinssonar, að
upphæð rúmar 10 þúsund krónur, er frú Ragnheiður, ekkja
Júlíusar Sigurðssonar bankastjóra á Akureyri, gaf til minn-
ingar um föður sinn látinn, og er tilgangur sjóðsins að veita
styrki efnilegum stúdentum, er sjóðurinn er orðinn 25 þús. kr.
Frú Ingibjörg Claessen Þorláksson og kjördætur hennar hafa