Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Side 9
7
ið boðið að flytja fyrirlestra við erlenda háskóla. Þessu sam-
starfi verður að halda áfram á ókomnum árum.
Um ytri kjör háskólans skal aðeins minnzt á, að nú er að
mestu lokið við lögun háskólalóðarinnar, og þar sem áður var
óræktað land, urðir og grjót, eru nú grasvellir og gangstígar
og gróandi tré, er gróðursett hafa verið á þessu ári. Margar
aðrar fyrirætlanir hefur háskólinn á prjónunum, og skal þar
nefna, að háskólaráð hefur hug á að láta gera myndastyttur
af merkustu fslendingum á sviði þjóðlegra fræða og skáld-
skapar, og munu þær smám saman rísa upp á ókomnum árum.
Bygging náttúrugripasafns er nú orðin höfuðnauðsyn, og vænt-
ir háskólinn að geta hafið framkvæmdir á því mikla verki ef
til vill á næsta ári. Þá er verið að gera uppdrætti að félags-
heimili stúdenta, og hefur stúdentaráð beitt sér fyrir máli þessu.
Er áformað, að hús þetta verði heimili alls félagslífs stúdenta
og akademiskra félaga í landinu, og er því gert ráð fyrir, að
allar skemmtanir stúdenta og alls akademisks félagsskapar geti
farið þar fram, einnig leiksýningar stúdenta, t. d. í jólafríum
eða á þeim tímum, er henta þykir. Húsi þessu hefur þegar
verið valinn staður sunnan íþróttahússins. Háskólinn verður
að styðja þetta áhugamál allra stúdenta og hafa forystuna
um að koma því í framkvæmd.
Þó að ég hafi nú lýst að nokkru starfsemi háskólans á
undanförnu ári og fyrirætlunum hans á næstu árum, eru
mörg önnur vandamál, er snerta kennsluna, betri skilyrði til
rannsókna, aukið húsnæði fyrir sumar deildir og fleira, er eigi
verður minnzt á að þessu sinni. Þetta, sem lýst hefur verið,
mætti kalla hinar björtu hliðar háskólalífsins. En til eru aðr-
ar, sem mætti nefna hinar dökku, og eru þær sameiginlegar
lífi þjóðarinnar. Vér lifum á ógnþrungnum tímum, tímum von-
ar og ótta, tímum öryggisleysis um framtíð vora og framtíð
alls mannkyns. Hræðslan hefur gagntekið allar þjóðir, hræðsl-
an við gereyðingarstyrjöld, og þessi hræðsla hefir lagt dráps-
klyfjar á flestar þjóðir með þungum sköttum til styrjaldar-
undirbúnings, svo að vart verður séð, að unnt verði lengi að
halda áfram á þessari braut. Vér fslendingar getum engu ráð-