Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Page 9

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Page 9
7 ið boðið að flytja fyrirlestra við erlenda háskóla. Þessu sam- starfi verður að halda áfram á ókomnum árum. Um ytri kjör háskólans skal aðeins minnzt á, að nú er að mestu lokið við lögun háskólalóðarinnar, og þar sem áður var óræktað land, urðir og grjót, eru nú grasvellir og gangstígar og gróandi tré, er gróðursett hafa verið á þessu ári. Margar aðrar fyrirætlanir hefur háskólinn á prjónunum, og skal þar nefna, að háskólaráð hefur hug á að láta gera myndastyttur af merkustu fslendingum á sviði þjóðlegra fræða og skáld- skapar, og munu þær smám saman rísa upp á ókomnum árum. Bygging náttúrugripasafns er nú orðin höfuðnauðsyn, og vænt- ir háskólinn að geta hafið framkvæmdir á því mikla verki ef til vill á næsta ári. Þá er verið að gera uppdrætti að félags- heimili stúdenta, og hefur stúdentaráð beitt sér fyrir máli þessu. Er áformað, að hús þetta verði heimili alls félagslífs stúdenta og akademiskra félaga í landinu, og er því gert ráð fyrir, að allar skemmtanir stúdenta og alls akademisks félagsskapar geti farið þar fram, einnig leiksýningar stúdenta, t. d. í jólafríum eða á þeim tímum, er henta þykir. Húsi þessu hefur þegar verið valinn staður sunnan íþróttahússins. Háskólinn verður að styðja þetta áhugamál allra stúdenta og hafa forystuna um að koma því í framkvæmd. Þó að ég hafi nú lýst að nokkru starfsemi háskólans á undanförnu ári og fyrirætlunum hans á næstu árum, eru mörg önnur vandamál, er snerta kennsluna, betri skilyrði til rannsókna, aukið húsnæði fyrir sumar deildir og fleira, er eigi verður minnzt á að þessu sinni. Þetta, sem lýst hefur verið, mætti kalla hinar björtu hliðar háskólalífsins. En til eru aðr- ar, sem mætti nefna hinar dökku, og eru þær sameiginlegar lífi þjóðarinnar. Vér lifum á ógnþrungnum tímum, tímum von- ar og ótta, tímum öryggisleysis um framtíð vora og framtíð alls mannkyns. Hræðslan hefur gagntekið allar þjóðir, hræðsl- an við gereyðingarstyrjöld, og þessi hræðsla hefir lagt dráps- klyfjar á flestar þjóðir með þungum sköttum til styrjaldar- undirbúnings, svo að vart verður séð, að unnt verði lengi að halda áfram á þessari braut. Vér fslendingar getum engu ráð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.