Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Qupperneq 10
8
ið um, hvað framtíðin ber í skauti sínu. Vér verðum aðeins
að hugsa um að gera skyldu vora, skyldu vora við þjóðina og
oss sjálfa. Rík skylda hvílir á öllum háskólakennurum og stúd-
entum, er síðar munu skipa mörg ábyrgðarmikil embætti
þessa lands, að vera á verði um sjálfstæði íslands og þjóð-
lega menning. Reynslan hefur kennt oss, að i viðskiptamálum
og atvinnumálum er engri þjóð treystandi að veita oss forsjá.
1 baráttu lífsins verðum vér fslendingar að bera einir ábyrgð
á öllum vorum málum. Á myndastyttu hins fræga skálds Vic-
tors Hugo við Sorbonne-háskóla er letrað: La nature parle —
il faut lui répondre. Vér gætum sagt: fsland kallar — kallar
á öll sin börn til dáðríkra starfa fyrir land og þjóð. Vér verð-
um að svara þessu kalli, strengja þess heit, að allt vort líf og
öll vor störf skuli helguð fósturjörðinni. Á háskóla vorum hvil-
ir sú skylda að vera í fararbroddi, að hvetja og örva hinn
uppvaxandi æskulýð til dáða og veita þeim fordæmi með ár-
vekni og starfi og baráttu fyrir hugsjónamálum þjóðarinnar,
er hinir ungu stúdentar geti ætíð minnzt, er þeir síðar hefja
göngu sína sem forystumenn í íslenzku þjóðlífi.
Alþjóðasamband háskóla, er ég minntist á áður, var stofnað
fyrir tæpum tveimur árum suður í Nizza af fulltrúum 167 há-
skóla frá 52 löndum með eftirfarandi formála:
„í vitund um hina miklu ábyrgð sína sem verðir andlegs
lífs, í vitund um grundvallarreglur þær, er hver háskóli ætti
að berjast fyrir, sem er bæði réttur og frelsi til rannsókna
vegna vísindanna sjálfra og til að leita sannleikans, hvert
sem hann kann að vísa oss leið, til að sýna umburðarlyndi
þeim, er aðrar skoðanir hafa, og til að vera lausir við af-
skipti stjórnmálamanna, í vitund um skyldur sínar sem þjóð-
félagsstofanir, að vinna með kennslu og rannsóknum að fram-
gangi hugsjóna frelsis og réttlætis, mannvirðingar og sam-
ábyrgðar, að veita gagnkvæma aðstoð, efnalega og siðferði-
lega, í alþjóðasamstarfi, hafa fulltrúar háskóla úr öllum heim-
inum, er saman eru komnir í Nizza, ákveðið að stofna alþjóða-
bandalag háskóla."
Þessar sömu skyldur hefur háskóli vor bæði gagnvart ís-