Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Qupperneq 11
9
lenzku þjóðinni og öllum heiminum. Að þessu marki ber oss
öllum að keppa. Það hefur oft verið sagt, að skylda hvers
háskóla væri tvenns konar: að annast kennslu í öllum þeim
fræðigreinum, er kenndar eru, og að leita sannleikans í sjálf-
stæðum rannsóknum. Af þessu tvennu er hið síðara miklu
mikilsverðara fyrir hvern þann háskóla, er njóta vill trausts
og virðingar annarra þjóða. Af hverjum háskólakennara verð-
ur því að krefjast, að hann fórni starfsþreki sínu í þágu þess-
ara hugsjóna, en láti sér eigi nægja, er hann hefur setzt í
embættið, að annast nauðsynlega kennslu, en vanrækja að
öðru leyti höfuðskyldu hvers háskólakennara. Studium perpe-
tuum hvers háskólakennara er aðalsmerki hans og veitir hon-
um umbun í vaxandi þroska og skilningi viðfangsefna vísinda-
greinar sinnar; líf hans verður eins og gróður lífræns efnis,
er dafnar og vex, en rotnar, ef lífsskilyrðin vantar. Á sama
hátt fer þeim vísindamanni, er hvarflar af réttri braut. Hann
verður að vera heill og óskiptur í starfi sínu, ef hann vill
sækja fram í vísindagrein sinni. Vér sjáum, að hver vísinda-
grein verður æ sérhæfðari og að nauðsyn er fleiri og fleiri
sérfræðinga innan hverrar vísindagreinar, ef leita skal fram í
samkeppni við aðra, er við sömu fræði fást. Á þenna hátt
verður bilið milli vísindalegrar þekkingar og þekkingar dæg-
urmála hjá hverri þjóð æ stærra, og er þar mikill vandi á
höndum. Falsspámenn vaða uppi undir yfirskini vísinda og
þekkingar á þjóðmálum, og veitist þeim auðveldara að blekkja
landslýðinn eftir því sem hann er ómenntaðri, en trúgimi fólks
og viðhorf við ýmsum aðfengnum kennisetningum er sem
snjóskriða, er ógnar að velta öllu um koll, er fyrir verður,
því að segja má: Mundus vult decipi. Því hvílir einnig á oss
sú skylda að fylgjast með þróun þjóðlífsins í þess ýmsu mynd-
um og kappkosta að mennta fólkið í landinu og veita því hlut-
deildi í þeirri þekking, er oft hefur tekið oss áratugi að öðlast.
Biðjum þess og vonum, að háskóla vorum megi ætíð heppn-
ast að gegna því göfuga hlutverki, er honum er ætlað.
Þá flutti próf. Jón Steffensen erindi um fæðuval.
2