Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Page 12
10
Að því loknu mælti rektor:
Ég býð yður, ungu stúdentar, hjartanlega velkomna til há-
skólans. Háskólalífið er samfélag kennara og stúdenta, og þó
að nokkurt djúp virðist staðfest milli beggja, geta hvorugir
án annars verið, ef háskólinn á að lifa og dafna. Kennarar
háskólans eiga að bera ábyrgð gagnvart þjóðfélaginu á próf-
um yðar, þegar þar að kemur, og er því eðlilegast, að sam-
félagið sé sem nánast. Kennurum er mikið áhugamál, að nám
yðar verði farsælt og að þér hljótið þá menntun og þann
þroska, er gerir yður hæfa að loknu námi að gegna ýmsum
mikilvægum störfum í þjóðfélaginu. Leitið því ætíð ráða hjá
kennurum yðar um námið og ráðgizt við þá um ýmis vanda-
mál yðar. Þér getið verið fullviss þess, að öllum kennurum
mun verða ljúft að leiðbeina yður og veita yður alla þá að-
stoð, sem þeim er unnt. Námið er alllangt og erfitt í flest-
um fræðigreinum, og er því mikilsvert, að þér hefjið námið
af fullu kappi þegar á fyrsta ári. Mörgum hefur orðið á að
slá slöku við námið í byrjun, en slíkt mun ætíð hefna sín.
Fyrr meir var lítið aðhald af háskólans hálfu, og stúdentum
var frjálst að ganga undir próf, hvenær sem þeir vildu. Þetta
hefur breytzt mjög á síðustu árum. Stjórn háskólans telur
það skyldu sína að vaka yfir þroska yðar og námi og hefur
sett ýmsar reglur um tilhögun náms og prófa. M. a. fylgist nú
hver háskólakennari með því, hve margar kennslustundir nem-
endur sækja, og háskólaráð hefur nýlega beðið um breytingu
á háskólalögunum í þá átt, að hver deild megi setja reglur um
lágmarkstímasókn stúdenta, og má búast við, að sú hundraðs-
tala verði allhá. Við suma háskóla í Bandaríkjunum er kraf-
izt 75% tímasóknar, í Skotlandi sumstaðar allt að 90%, og
víða annarstaðar eru svipaðar reglur. Þeir, sem ekki fylgja
þessum reglum, er bráðlega verða settar, eiga á hættu að
verða að hætta námi, þó að gert sé ráð fyrir, ef sérstakar
ástæður eru fyrir hendi, að menn geti gengið undir próf, þótt
skilyrðum þeim, er ég nefndi, hafi ekki verið fylgt, en þá
verða allar prófkröfur strangari, og munu ákvæði einnig verða