Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Blaðsíða 71
69
n. í getraunaflokki eru 12 knattspyrnuleikir. í hverjum leik eru
þrenn úrslit möguleg, þ. e. að félagið, sem fyrr er talið á get-
raunaseðlinum, vinni, geri jafntefli eða tapi. Allir þrír mögu-
leikar reiknast jafn líklegir. Meðal þátttakenda í getraununum
er maður að nafni Andrés, sem er svo ókunnugur knattspymu,
að hann hefur alls enga hugmynd um horfur á úrslitum í nein-
um af þessum 12 leikjum. Aftur á móti er annar þátttakandi
að nafni Bjöm, sem er svo nákunnugur liðum þeim, er keppa,
að hann getur sagt fyrir með fullri vissu úrslit 6 leikja. Fyrir
þrjá af hinum 6 leikjunum eru líkurnar til þess að hann geti
rétt % fyrir hvern um sig, og fyrir þá þrjá, sem eftir em, em
þær y2 fyrir hvem um sig.
Hve miklar líkur eru til þess að Andrés geti rétt um 11 leiki,
og hve miklar fyrir því, að hann geti rétt um þá alla, og hve
miklar líkur eru til þess að Björn geti rétt um alla leikina?
m. Skrifið stutta ritgerð um hlutfallstölur.
Prófdómendur voru dr. Þorsteinn Þorsteinsson, fyrrv. hag-
stofustjóri, Sverrir Þorbjarnarson hagfræðingur, Björn E. Áma-
son, löggiltur endurskoðandi og Björn Bjarnason cand.mag.
Heimspekisdeildiu.
Kennarapróf í íslenzkum fræðum.
I. Síðari Tiluti.
1 lok fyrra misseris lauk einn kandídat kennaraprófi.
Skriflega prófið fór fram 7., 10. og 14. janúar. Verkefni
voru þessi:
I. I málfræði: Löng sérhljóð í áherzlusamstöfum í frum-
germönsku og þróun þeirra í íslenzku.
II. I bókmenntasögu: Hallgrímur Pétursson.
III. I sögu: Viðskipti Islendinga við aðrar þjóðir til 1200.
IV. I heimaritgerð: Brynjólfur Pétursson og stjórnmálaaf-
skipti hans.
Munnlega prófið fór fram 23. janúar.