Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Síða 83

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Síða 83
81 fáorður, þar sem ég var aldrei nemandi hans. En ég veit af afspurn, að hann vandaði mjög til kennslu sinnar og rækti hana af eindæma samvizkusemi og var virtur af nemöndum sínum. Alþýðufyrirlestra hélt hann um margra ára skeið í há- skólanum og mun hann hafa flutt miklu fleiri þvílík erindi en nokkur annar íslenzkur háskólakennari. — Hinum þættinum í störfum hans er ég kunnugri og mun nú gera hans örstutta grein. Bækur hans, sem út hafa komið, eru bæði margar og veigamiklar, en auk þeirra ritaði hann fjölmargar tímarits- greinar og þýddi bækur og ritgerðir. Margar bækur hans hafa hlotið miklar vinsældir, og þannig hefur hann haft djúp og víðtæk áhrif á samtíðarmenn sína. Hann var einn þeirra manna, sem nægði ekki að afla sjálfum sér þekkingar og skilnings, heldur hafði hann og brennandi löngun til að gera fræði sín að andlegri eign þjóðarinnar. Þrjú hugðarefni marka greinilegust spor í rithöfundarferil Ágústs H. Bjarnasonar: Menningarsögulegar og heimspekisögu- legar rannsóknir, sálfræðilegar athuganir og siðfræðilegar íhug- anir. Það verk, sem ég hygg að honum hafi verið kærast og jafnframt hefur hlotið mestar vinsældir, er Yfirlit yfir sögu mannsandans, er kom út í 4 bindum á árunum 1906—1915. I þessari veraldarsögu kvað við annan tón en í hinum venjulegu yfirlitsritum um menningarþróun mannkynsins, þar sem uppi- staðan var styrjaldir og valdastreita. Hér var lýst þeim hug- sjónum, sem beztu menn allra alda hafa gert að leiðarljósi sínu. Þetta rit féll ekki heldur í grýttan jarðveg. Menn teyguðu að sér þennan nýja boðskap eins og heilnæma svalalind. Skjánum hafði verið svipt brott. Um opinn glugga sást nú um veröld alla. Þetta verk átti mikinn þátt í því að ryðja braut nýjum stefn- um og víðsýnni hugsunarhætti með þjóðinni. Glíma höfundar við þetta ritverk lýsir honum vel, þreklyndi hans og heillyndi og löngun til að taka sjálfum sér fram. Hann fann til þess, að sumir hlutar verksins voru orðnir úreltir, þar sem sögurann- sóknir og fornleifafundir höfðu leitt margt nýtt í ljós, síðan það var ritað, og gerbreytt skoðunum manna um ýmis atriði. Ágúst vildi jafnan hafa það, er sannara reyndist. Þegar hann 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.