Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Page 84

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Page 84
82 hafði látið af embætti, réðst hann í það stórvirki að endursemja þetta mikla rit og frumsemja þar að auki tvö bindi þess. Auðn- aðist honum að sjá 3 fyrstu bindin koma út, en nokkrum vik- um fyrir dauða sinn lagði hann síðustu hönd á Menningarsögu Rómverja, sem verður 4. bindi þessa rits. Hann hóf þetta verk í eldmóði æskunnar og lagði síðustu hönd á það við aftanskin ellinnar, þegar naumast var lengur vinnubjart. Höfuðrit Ágústs á sviði sálfræðinnar er Almenn sálarfræöi, sem komið hefur út tvisvar sinnum, 1916 og 1938, og er síðari útgáfan stórum aukin og endurbætt. Notaði hann hana við kennslu í háskólanum. Er hún mikið verk, Ijós og skipulega samin, þægileg aflestrar, og er þó ærið vandhæfi á að rita um þetta efni skilmerkilega á tungu vora. Almenn sálarfrceði mun ávallt verða talin eitt merkasta rit Ágústs. Hann ritaði og tvær aðrar bækur um sálfræðileg efni, Drauma-Jóa (1915) og Um tilfinningalífið (1918), auk ýmissa tímaritsgreina. Um siðfræði samdi hann tvö stór rit. Hið fyrra, Siðfrœði, kom út á árunum 1924—1926, en hið síðara, Vandamál mann- legs lífs, kom út í tveimur bindum árin 1943 og 1945. Ýmis rit samdi hann um önnur efni, og má þar helzt til nefna Almenna rökfræði, Himingeiminn og Heimsmynd vísindanna. Rökfræðin var kennslubók. Var þar líkt á komið og um sálarfræðina, að flest þurfti að reisa frá grunni og smíða nýyrði yfir hugtök, sem íslenzkt mál átti ekki áður til. Ágúst var smekkvís og frjór orðasmiður og fundvís á fornyrði, sem blása mátti í nýju lífi. Munu allir, sem við sömu fræði fást og hann, kunna að meta hinn mikilvæga skerf, er hann lagði fram til sköpunar íslenzks heimspekimáls. En þótt Ágúst H. Bjarnasyni tækist flestum íslenzkum fræði- mönnum betur að ná til alþjóðar með bókum sínum, lágu hon- um löngum ýmis áhugamál á hjarta, sem eru þannig löguð, að ekki er hentugt að rita um þau í bókarformi. Um hið léttasta skeið ævinnar, frá 1915—1922, var hann ritstjóri tímaritsins Iðunnar og birti þar fjölda frumsaminna og þýddra greina um fræðileg efni og bókmenntir, ritdóma o. fl., og markaði afstöðu sína til ýmissa menningarmála, er þá voru efst á baugi. Varð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.