Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Qupperneq 84
82
hafði látið af embætti, réðst hann í það stórvirki að endursemja
þetta mikla rit og frumsemja þar að auki tvö bindi þess. Auðn-
aðist honum að sjá 3 fyrstu bindin koma út, en nokkrum vik-
um fyrir dauða sinn lagði hann síðustu hönd á Menningarsögu
Rómverja, sem verður 4. bindi þessa rits. Hann hóf þetta verk
í eldmóði æskunnar og lagði síðustu hönd á það við aftanskin
ellinnar, þegar naumast var lengur vinnubjart.
Höfuðrit Ágústs á sviði sálfræðinnar er Almenn sálarfræöi,
sem komið hefur út tvisvar sinnum, 1916 og 1938, og er síðari
útgáfan stórum aukin og endurbætt. Notaði hann hana við
kennslu í háskólanum. Er hún mikið verk, Ijós og skipulega
samin, þægileg aflestrar, og er þó ærið vandhæfi á að rita um
þetta efni skilmerkilega á tungu vora. Almenn sálarfrceði mun
ávallt verða talin eitt merkasta rit Ágústs. Hann ritaði og tvær
aðrar bækur um sálfræðileg efni, Drauma-Jóa (1915) og Um
tilfinningalífið (1918), auk ýmissa tímaritsgreina.
Um siðfræði samdi hann tvö stór rit. Hið fyrra, Siðfrœði,
kom út á árunum 1924—1926, en hið síðara, Vandamál mann-
legs lífs, kom út í tveimur bindum árin 1943 og 1945. Ýmis rit
samdi hann um önnur efni, og má þar helzt til nefna Almenna
rökfræði, Himingeiminn og Heimsmynd vísindanna. Rökfræðin
var kennslubók. Var þar líkt á komið og um sálarfræðina, að
flest þurfti að reisa frá grunni og smíða nýyrði yfir hugtök,
sem íslenzkt mál átti ekki áður til. Ágúst var smekkvís og frjór
orðasmiður og fundvís á fornyrði, sem blása mátti í nýju lífi.
Munu allir, sem við sömu fræði fást og hann, kunna að meta
hinn mikilvæga skerf, er hann lagði fram til sköpunar íslenzks
heimspekimáls.
En þótt Ágúst H. Bjarnasyni tækist flestum íslenzkum fræði-
mönnum betur að ná til alþjóðar með bókum sínum, lágu hon-
um löngum ýmis áhugamál á hjarta, sem eru þannig löguð, að
ekki er hentugt að rita um þau í bókarformi. Um hið léttasta
skeið ævinnar, frá 1915—1922, var hann ritstjóri tímaritsins
Iðunnar og birti þar fjölda frumsaminna og þýddra greina um
fræðileg efni og bókmenntir, ritdóma o. fl., og markaði afstöðu
sína til ýmissa menningarmála, er þá voru efst á baugi. Varð