Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Page 89
87
um andstyggð. Hnyttiyrði hans eru mörg fyrir löngu landfleyg
orðin, og ef til vill hefur hann orðið einna frægastur fyrir þau,
þótt honum hafi stundum verið eignað þar meira en hann átti.
Lífsskoðun Árna mótaðist á árunum fyrir heimsstyrjöldina
fyrri, er hægfara framsókn var á flestum sviðum og menn
voru bjartsýnir á framtíðina. Hann mun hafa orðið fyrir drjúg-
um áhrifum frá Georg Brandes, eins og fleiri fslendingar, enda
minntist hann Brandesar vel og rækilega við lát hans í Skírni
1927. Áhrif Brandesar má m. a. marka af því, hve fráhverfur
hann var öllu ofstæki og kreddum, fomum og nýjum, í hvaða
mynd sem var. Hann var enginn trúmaður. Skynsemin var
hans leiðarstjarna, og hann taldi frjálsa hugsun og frjálsan
rannsóknaranda aðalsmerki manna. öllum meinlokum var hann
andvígur og barðist því hart gegn vínsölubanninu, er gekk í
gildi 1. janúar 1915. Honum þótti sjálfum gott að taka skál með
kunningjum sínum, og var hann þá allra manna skemmtileg-
astur. En heimsstyrjöldin 1914—18 var mikið áfall fyrir lífs-
skoðun Árna eins og margra annarra. Nýjar stjórnmálakenn-
ingar fengu byr undir báða vængi, og nýjar stefnur hófust í
bókmenntum og öðrum listum. Árni var mjög tortrygginn á
allar þær nýlundur, og honum fannst vera ráðizt úr öllum átt-
um á lífsskoðun sína, sem honum var helgur dómur. Gætti því
stundum nokkurs kvíðboga hjá honum um framvindu mála,
ekki aðeins hér á landi, heldur um allan heim.
Ég kynntist Árna fyrst, er hann var orðinn prófessor, og
mun hann jafnan verða mér mjög hugstæður. Hann var mikill
að vallarsýn, stórskorinn og ekki fríður, röddin mikil og auð-
ug af blæbrigðum, skapsmunirnir ríkir, og sást glöggt á hon-
um, hvort honum líkaði vel eða illa. Þegar hann varð prófessor,
stóð svo á, að flest, er ritað hafði verið um þjóðveldisöldina,
var að verða meira eða minna úrelt sökum nýrra rannsókna
á heimildargildi fornsagnanna og um hina nýrri tíma hafði fátt
verið ritað í samfellu. Ámi hafði því tekið að sér örðugt starf,
og var engin von til, að hann gæti urið allan þann akur jafnvel.
En þegar hann vék að efnum, sem honum hafði unnizt tóm til
að rannsaka og íhuga, brá fyrir sömu snilldartökunum sem