Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Síða 89

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Síða 89
87 um andstyggð. Hnyttiyrði hans eru mörg fyrir löngu landfleyg orðin, og ef til vill hefur hann orðið einna frægastur fyrir þau, þótt honum hafi stundum verið eignað þar meira en hann átti. Lífsskoðun Árna mótaðist á árunum fyrir heimsstyrjöldina fyrri, er hægfara framsókn var á flestum sviðum og menn voru bjartsýnir á framtíðina. Hann mun hafa orðið fyrir drjúg- um áhrifum frá Georg Brandes, eins og fleiri fslendingar, enda minntist hann Brandesar vel og rækilega við lát hans í Skírni 1927. Áhrif Brandesar má m. a. marka af því, hve fráhverfur hann var öllu ofstæki og kreddum, fomum og nýjum, í hvaða mynd sem var. Hann var enginn trúmaður. Skynsemin var hans leiðarstjarna, og hann taldi frjálsa hugsun og frjálsan rannsóknaranda aðalsmerki manna. öllum meinlokum var hann andvígur og barðist því hart gegn vínsölubanninu, er gekk í gildi 1. janúar 1915. Honum þótti sjálfum gott að taka skál með kunningjum sínum, og var hann þá allra manna skemmtileg- astur. En heimsstyrjöldin 1914—18 var mikið áfall fyrir lífs- skoðun Árna eins og margra annarra. Nýjar stjórnmálakenn- ingar fengu byr undir báða vængi, og nýjar stefnur hófust í bókmenntum og öðrum listum. Árni var mjög tortrygginn á allar þær nýlundur, og honum fannst vera ráðizt úr öllum átt- um á lífsskoðun sína, sem honum var helgur dómur. Gætti því stundum nokkurs kvíðboga hjá honum um framvindu mála, ekki aðeins hér á landi, heldur um allan heim. Ég kynntist Árna fyrst, er hann var orðinn prófessor, og mun hann jafnan verða mér mjög hugstæður. Hann var mikill að vallarsýn, stórskorinn og ekki fríður, röddin mikil og auð- ug af blæbrigðum, skapsmunirnir ríkir, og sást glöggt á hon- um, hvort honum líkaði vel eða illa. Þegar hann varð prófessor, stóð svo á, að flest, er ritað hafði verið um þjóðveldisöldina, var að verða meira eða minna úrelt sökum nýrra rannsókna á heimildargildi fornsagnanna og um hina nýrri tíma hafði fátt verið ritað í samfellu. Ámi hafði því tekið að sér örðugt starf, og var engin von til, að hann gæti urið allan þann akur jafnvel. En þegar hann vék að efnum, sem honum hafði unnizt tóm til að rannsaka og íhuga, brá fyrir sömu snilldartökunum sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.