Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Page 118
116
ins. Unnið er nú stanzlaust að því, að framkvæmdir geti hafizt hið
fyrsta, en til þess að svo megi verða, má enginn skerast úr leik,
stúdentar verða að vera samhuga og samstilltir í máli þessu, ef það
á að komast á frekari rekspöl. Gert er jafnvel ráð fyrir, að fram-
kvæmdir geti hafizt á næsta ári, en vitanlega fer það mikið eftir,
hversu vel fjársöfnun gengur til byggingarinnar.
Lýsismálið. Eitt þeirra mála, sem fráfarandi stúdentaráð fjallaði
um, var svo nefnt lýsismál. Var það hið óskemmtilegasta í alla staði
og einstakt í sinni röð að því leyti, að fulltrúi eins hinna pólitísku
félaga í ráðinu hlunnfærði það með öllu og tók sér í hendur einræð-
isvald um tíma. Þótti mér hlýða sem formanni ráðsins að láta hlut-
lausan lögfræðing rannsaka mál þetta og gefa út um það álit sitt
og greinargerð. Varð Jón P. Emils hdl. fyrir valinu og fer skýrsla
hans hér á eftir. í upphafi álits síns fór lögfræðingurinn nokkrum
orðum um verkefni stúdentaráðs, stjómarkosningar 1952 og verka-
skiptingu þeirrar stjórnar, og segir síðan orðrétt:
„í stúdentráði því, sem sat að völdum 1951—52, mun Bogi Guð-
mundsson stud. oecon., hafa átt sæti sem varafulltrúi, a. m. k. mætti
hann á fundi ráðsins hinn 23. október 1952. Þar vakti hann athygli
á því, að stúdentaráði hefði borizt beiðni frá alþjóðahjálparstofnun
stúdenta um lýsi handa stúdentum í fylkinu Madras í Indlandi, en
þeir væru mjög illa staddir sakir hungursneyðar. Lagði Bogi til,
„að ef stúdentaráð gæti fengið 10—12 tunnur af lýsi við vægu verði
eða jafnvel gefins og útflutningsleyfi fyrir þeim, yrði stúdentaráð
við þessari beiðni“. Þáverandi formaður, Höskuldur Ólafsson stud.
jur., tók þessari tillögu vel og kvað fullkominn skilning ríkja meðal
allra fulltrúa um framgang málsins. Hann lagði til, að málinu yrði
vísað til stjórnarinnar til athugunar, og var sú tillaga samþykkt.
Ekki verður séð, að fráfarandi stúdentaráð hafi hafizt handa í þessu
máli, enda átti það óstarfað aðeins í rúmlega eina viku.
Á stúdentaráðsfundi hinn 10. desember 1952 kvaddi Bogi Guð-
mundsson sér hljóðs um mál þetta og benti á samþykktina frá 23.
október. Kvað hann málið hafa verið rætt við forráðamenn bæjar-
útgerðanna í Neskaupstað og Vestmannaeyjum og góðar undirtektir
hefðu fengizt fyrir því, að fyrirtæki þessi myndu láta eitthvað af
hendi rakna af lýsi án endurgjalds. Síðan segir orðrétt í gjörðabók
stúdentaráðs um mál þetta: „Málið var nokkuð rætt, einkum mögu-
leikar á flutningi lýsisins og urðu niðurstöðurnar af þessum um-
ræðum þær, að Boga Guðmundssyni var falið að vinna að söfnun
loforða fyrir lýsisgjöfum."
Á fundi ráðsins 14. janúar upplýsti Bogi, að hann hefði fengið
loforð fyrir 15 tunnum af lýsi, svo og útflutningsleyfi fyrir því og