Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Page 121

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Page 121
119 andi flutning á lýsinu til Indlands. í þessum umræðum tók formað- ur það sérstaklega fram, að I. S. R. ætti ekki að koma nálægt þessu máli, og meirihluti ráðsins lætur einnig sömu skoðun í ljós við at- kvæðagreiðslu um málið. í bréfi formanns til mín á skjali nr. 15 er tekið fram, að I. S. R. sé „grein úr alþjóðasambandi stúdenta, I. U. S., sem kommúnistar í Prag veita forstöðu og Stúdentaráð Háskóla ís- lands hefur aldrei átt aðild að né — a. m. k. fráfarandi ráð — á neinn hátt viljað hafa samskipti við“. Fyrir þessu segir formaður séu fundarsamþykktir. Á farmskrá fyrir m.s. „Gullfoss“ hinn 3. marz s.l. á leiðinni Reykja- vík—Kaupmannahöfn voru 15 tunnur af meðalalýsi til umhleðslu til Prag í Tékkóslóvakíu. Sendandi var Stúdentaráð Háskóla íslands, Reykjavík, en viðtakandi farmsins Intemational Student Relief (I.S.R.), Voitesshá, Praha II. Engin flutningsgjöld eða vátryggingargjöld hefur stúdentaráð greitt fyrir sendingu þessa. Hins vegar hefur það greitt útflutnings- gjöld að fjárhæð kr. 389.47. Markaðsverð á meðalalýsi (kaldhreinsuðu þorskalýsi) var á þeim tíma, er hér skiptir máli, £120-0-0 pr. tonn c.i.f. í Evrópuhöfn. Læt- ur því nærri, að verðmæti farmsins hafi verið ca. ísl. kr. 15.900,00. Stúdentaráði hefur ekki borizt nein viðurkenning eða þakkarbréf vegna þessarar sendingar, hvorki frá I. S. R. né samtökum stúdenta í Madras-fylki. Formaður stúdentaráðs segir í bréfi sínu á skjali nr. 15, að hann viti sannast sagna ekkert um, hvar lýsið sé nú nið- ur komið. í sambandi við mál þetta verður ekki séð, að Boga Guðmunds- syni hafi verið falin önnur störf en safna loforðum um lýsisgjafir. Fundargerðina frá 14. janúar mætti e. t. v. túlka á þann veg, að hon- um hafi einnig verið falin sending farmsins, þar sem ríkt var geng- ið eftir því við hann, að tunnurnar yrðu greinilega merktar, svo að á því gæti ekki leikið neinn vafi, hver væri raunverulegur sendandi þeirra. En þótt þessi skilningur verði lagður í fundargerðina frá 14. janúar, þá tekur stúdentaráðsfundurinn frá 25. febrúar af öll tví- mæli í þessum efnum. Þar er samþykkt tillaga frá formanni í þá átt, að utanríkisritara verði falið að leita til S. Þ. með aðstoðarbeiðni við flutning á lýsinu til áfangastaðar. í þessari fundargerð kemur greinilega fram sá vilji stúdentaráðs, að afskiptum Boga af máli þessu sé lokið, og einnig kemur það í ljós í fundargerðinni, að meiri- hluti stúdentaráðs vill ekki þiggja aðstoð I. S. R. í þessum efnum. Þrátt fyrir þessa skorinorðu viljayfirlýsingu stúdentaráðs hefst Bogi samt handa með sendingu farmsins með aðstoð þeirra stúdentasam- taka, sem stúdentaráð hafði hafnað. Allt, sem Bogi gerði varðandi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.