Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Page 123

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Page 123
121 bera vitni um gegndarlaust virðingarleysi margnefnds Boga Guð- mundssonar fyrir stjórn ráðsins, samþykktum þess og í rauninni fyrir stúdentaráði í heild. Framkoma hans er mjög ófélagsleg í alla staði, enda felst í henni skýlaust trúnaðarbrot í starfi í þágu stúd- entasamtakanna. Ef sú hefur orðið raunin á, að margnefndur lýsisfarmur hafi kom- izt til hinna bágstöddu stúdenta í Madras-fylki, þá fæ ég ekki séð, að háttsemi Boga varði eftir atvikum við landslög, því að lyktir málsins hafa í því tilfelli orðið eins og til var ætlazt, enda þótt ann- arlegar aðferðir hafi verið notaðar til að ná þeim lyktum. Reykjavík, 21. október 1953. Jón P. Emils.“ íþróttaskylda. Á fundi í stúdentaráði hinn 24. janúar 1953 bar Bragi Sigurðsson fram svohljóðandi tillögu fyrir hönd Vökumanna: Stúdentaráð ályktar á fundi sínum 24. jan. 1953, m. a. með hliðsjón af ummælum rektors í þá átt, að íþróttaskylda verði niður felld, ef mikill meiri hluti stúdenta reynist henni andvígur, að nauðsynlegt sé að kanna afstöðu stúdenta til íþróttaskyldu. Ákveður stúdentaráð að hafa um málið almennan stúdentafund föstudaginn 6. febrúar. Verði að honum loknum hafin allsherjar atkvæðagreiðsla um fram- búðartilhögun þessara mála. Verði svo atkvæðagreiðslu haldið áfram laugard. 7. febr. og ljúki henni þann dag. Atkvæðagreiðslan fór á þá leið, að 345 stúdentar voru andvígir íþróttaskyldu, en 58 voru henni fylgjandi. 6 seðlar voru auðir og 1 ógildur. Tilkynnti formaður rektor háskólans, dr. Alexander Jó- hannessyni prófessor, úrslit atkvæðagreiðslunnar og kvaðst vona, að háskólaráð sæi sér fært að verða við óskum mikils meiri hluta stúdenta þess efnis, að íþróttaskyldan yrði látin niður falla. Hefur það þó ekki verið gert formlega, en benda má á þá staðreynd, að eftir henni hefur lítt verið gengið upp á síðkastið. Virðist því hafa verið gengið að nokkru að minnsta kosti til móts við kröfur stúd- enta í máli þsesu. Lánasjóðurinn. Eftirfarandi skýrsla hefur mér borizt um störf lánasjóðsins á starfsárinu: Sumarið 1952 hóf stjóm sjóðsins að leita fyrir sér um lán til út- hlutunar um haustið. Kom fljótt í Ijós, að miklir erfiðleikar voru á lánsútvegun. Var árangurslaust leitað til ríkisstjórnarinnar í þessu skyni, svo og til bankanna, sem tóku lánsbeiðninni fálega. Einnig var leitað til nokkurra vátryggingarfélaga, en bar lítinn árangur. Þess skal getið, að óskað var eftir lánum til 16 ára, eins og gert er ráð fyrir í áætlun þeirri, er stúdentaráð lét gera um starfsemi sjóðsins, og olli það nokkru um undirtektirnar. 16
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.