Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Page 124
122
Er komið var fram í desember og sýnt, að eigi yrði auðið að fá
lán í skjótu bragði, var þeim tilmælum beint til menntamálaráðherra
og fjármálaráðherra, að framlag ríkissjóðs á árinu 1953 yrði greitt
fyrirfram. Féllst fjármálaráðherra á þessa málaleitan, og var fjár-
veitingin greidd 18. desember. Sama dag hófst afgreiðsla lána. Jafn-
framt lofuðu ráðherrarnir, að þeir skyldu leita til tryggingarfélag-
anna í Reykjavík um lán til handa sjóðnum.
í marz 1953 kvaddi Bjöm Ólafsson menntamálaráðherra á sinn
fund fulltrúa frá þessum félögum: Brunabótafélagi íslands, Trygg-
ingarstofnun ríkisins, íslenzkri endurtryggingu, Sjóvátryggingafélagi
íslands, Samvinnutryggingum og Almennum tryggingum. Fulltrúi
kom enginn frá síðastnefnda félaginu. Á fundinum voru einnig skrif-
stofustjóri menntamálaráðuneytisins og varaformaður sjóðstjórnar.
Fór ráðherra fram á það, að hvert félagið um sig lánaði 50.000 kr.
og var sú málaleitan einnig send bréflega samdægurs. Var búizt við
því, að mál þetta mundi geta orðið útkljáð svo snemma, að úthlutun
gæti farið fram á tilsettum tíma. Sú von brást. Fjögur fyrstnefndu
félögin svöruðu fljótlega og hétu láninu, íslenzk endurtrygging þó
aðeins 25.000 kr. Almennar tryggingar svöruðu ekki fyrr en um
miðjan júlí, og þá neitandi, en Samvinnutryggingar í ágústbyrjun
og lofuðu láni. Dráttur þessi stafaði af því, að samkvæmt lögum fé-
laganna verður að leggja allar lánbeiðnir fyrir stjórnarfundi í félög-
unum, er ekki voru haldnir fyrr en þetta. Frá lántökunni var svo
gengið seint í sama mánuði.
Að þessu sinni þótti ekki fært að biðja um lán til lengri tíma en
10 ára. Samið var um 6V2% vexti, en annars munu félögin nú vön
að taka 7% af lánum sínum. Bjöm Ólafsson, þáverandi menntamála-
ráðherra, lét svo um mælt, að eðlilegt væri að ríkissjóður bætti
sjóðnum þann halla síðar.
Eins og fyrr segir hafði sjóðurinn til umráða 300.000 kr. í des.
1952, en 225.000 kr. sumarið 1953. Umsækjendur voru í fyrri út-
hlutun 116, en lán veitt 104 stúdentum. Lánsupphæðimar voru 3500,
2500 og 1500 kr. Lánin skiptust þannig milli deilda:
Guðfræðisdeild 7 lántakendur 17.500 kr.
Læknadeild 50 141.500
Laga- og hagfræðisdeild . 30 84.000
Heimspekisdeild 11 26.500
Verkfræðisdeild 6 13.000
282.500 kr.
Vorið 1953 bárust 118 umsóknir, en 103 lán veitt. Lækka varð