Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Blaðsíða 128
126
og lýstu Vökumenn því yfir, að þeir álitu hana of pólitíska til þess,
að hún skyldi birt í 1. desember-blaðinu. Áður hafði verið samþykkt
í ráðinu, að blaðið skyldi vera ópólitískt með öllu. Var samþykkt, að
grein sr. Emils yrði ekki birt.
í ritstjórn 1. desember-blaðsins voru eftirtaldir stúdentar: Sverrir
Hermannsson ritstjóri kjörinn af stúdentaráði, Sigurður Líndal frá
Vöku, Baldur Jónsson frá Félagi frjálslyndra, Baldur Vilhelmsson
frá Félagi róttækra og Ólafur Björgúlfsson frá Félagi lýðræðissinn-
aðra sósíalista. Fulltrúi róttækra sagði sig síðar úr ritstjórn.
2) Geta má þess og, að til tals kom í stúdentaráði að hefja blaða-
útgáfu á þess vegum. Var það mál mikið rætt og athugað, en úr
framkvæmdum varð þó ekki á þessu ári. Er þess að vænta, að úr
blaðaútgáfunni geti samt orðið, áður en langt um líður.
3) Hið háa Alþingi fór þess á leit við stúdentaráð, að það sendi
því álit sitt um væntanlegan lánasjóð fyrir íslenzka stúdenta er-
lendis. Skipaði stúdentaráð nefnd til að annast þetta mál. í henni
voru: Adda Bára Sigfúsdóttir veðurfr., Rögnvaldur Jónsson stud.
theol. og Steingrímur Pálsson stur. jur. Skilaði nefndin sérstakri
greinargerð um málið, sem send var Alþingi.
4) Stúdentaráð hefur kosið nýjan mann í byggingarnefnd Félags-
heimilisins í stað Höskuldar Ólafssonar. Varð fyrir valinu Valdimar
Kristinsson sud. oecon.
5) Stúdentaráð hefur einnig kosið þá Gunnar G. Schram stud. jur.
og Sverri Hermannsson stud. oecon. í garðstjórn.
6) Bridge- og taflmót hafa farið fram í háskólanum á starfsári
fráfarandi ráðs. Má geta þess, að stúdentaráð keypti bridgebakka
fyrir hið árlega bridgemót háskólastúdenta.
7) Að lokum má geta þess, að fráfarandi ráð neyddist til að
hækka stúdentaskírteinin upp í kr. 20.00 vegna þess, hve aðrir tekju-
liðir hafa brugðizt. Því viðvíkjandi má og minnast á það, að ráðið
hefur sent háskólaráði bréf og farið þess á leit við það, að 50% af
svonefndum prófsjóði renni til stúdentaráðs. Með því má telja, að
nauðsynlegur rekstur stúdentaráðs verði tryggður. Háskólarektor
hefur heitið stúdentaráði stuðningi í máli þessu. Enn fremur hefur
ráðið sent tilmæli til háskólaráðs þess efnis, að einkunnir kandídata
yrðu ekki birtar í útvarpi eða dagblöðum. Hefur rektor gefið góð
orð um, að gengið yrði til móts við óskir stúdenta í þessum efnum.
Að lokum vil ég svo þakka öllum þeim, sem á einhvem hátt hafa
greitt götu stúdentaráðs við að leysa störf sín af hendi. Vona ég,
að störf fráfarandi stúdentaráðs hafi orðið stúdentum til nokkurra
hagsbóta á liðnu ári.