Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Blaðsíða 6
4
Samkoman hófst með því, að leikirm var Háskólamars eftir
dr. Pál Isólfsson, er rektor háskólans gekk í salinn, ásamt
háskólaráði, rektorum og fulltrúum erlendra háskóla, væntan-
legum heiðursdoktorum, prófessorum, dósentum, lektorum, er-
lendum sendikennurum og stúdentaráði. Rektor háskólans,
prófessor Ármann Snævarr, flutti síðan ræðu þá, sem hér fer
á eftir:
Háskóli íslands á tímamótum.
Herra forseti Islands, virðulega forsetafrú, hæstvirtu ráð-
herrar, herra borgarstjóri, herra biskup, erlendir sendiherrar,
fulltrúar erlendra háskóla, doctores promovendi, kæru sam-
kennarar, kæru stúdentar, háttvirta samkoma.
Af hálfu Háskóla Islands býð ég yður öll hjartanlega vel-
komin til þessarar háskólahátíðar, sem til er efnt vegna hálfr-
ar aldar afmælis háskóla vors.
Háskóla Islands er mikil sæmd að nærveru forseta Islands
og forsetafrúarinnar hér í dag. Herra forsetinn er kandídat frá
Háskóla Islands og hefir ávallt verið mikill háskólamaður og
stutt dyggilega málefni háskólans og háskólastúdenta.
Ég býð velkomna hæstvirta ráðherra og þakka hæstvirtri
ríkisstjórn glöggan skilning á málefnum háskólans og vinsam-
lega samvinnu. Sérstaklega vil ég þakka ágætt samstarf við
yfirmann háskólans, hæstvirtan menntamálaráðherra. Oss er
mikil ánægja að sjá hér í dag fulltrúa allra norrænna háskóla
og tveggja tækniháskóla og eins lyfjafræðingaskóla á Norður-
löndum og bjóðum hjartanlega velkomna frændur vora og vini,
sem vér höfum átt margvísleg og ánægjuleg skipti við. Þá
gleður það oss mjög að hátíð vora hafa sótt ágætir fulltrúar
merkra og rótgróinna háskóla á meginlandi Evrópu, rektor
Vínarháskóla, prorektor tækniháskólans í Prag, rektor háskól-
ans í Varsjá, rektorar tækniháskólanna í Aachen og Karls-
ruhe og fulltrúi háskólans í Kiel, svo og rektor háskólans
í Caen í Frakklandi. Þá fögnum vér og ágætum fulltrúa
háskóla á Bretlandseyjum og Irlandi, fulltrúum háskólanna í