Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Page 189
169
læknanemana önnu Katrínu Emilsdóttur, Guðmund T. Magn-
ússon, Óla B. Hannesson (haustmisserið) og Gísla G. Auðuns-
son (vormisserið) og stud. mag. Svavar Sigmundsson.
Úr Almanakssjóði voru prófessor, dr. Leifi Ásgeirssyni veitt-
ar 25000 kr. til fræðistarfa.
Af Gjöf dr. Hannesar Þorsteinssonar voru prófessor, dr.
Guðna Jónssyni veittar 3.942 kr. til rannsókna.
Úr Dánarsjóði Björns M. Ólsens voru cand. mag. Jóhanni
Sveinssyni veittar 1200 kr. til fræðistarfa.
Úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúdents voru
Sigurði Þórðarsyni, stud. polyt., veittar 5.000 kr.
Úr Minningarsjóði Jóns Þorlákssonar verkfræðings voru Ey-
steini G. Hafberg, stud. polyt., veittar 3.800 kr.
Úr Bókastyrkssjóði próf. Guðmundar Magnússonar voru
Sigurði E. Þorvaldssyni, stud. med., veittar 200 kr.
Af Legati Guðmundar prófessors Magnússonar og Katrínar
Skúladóttur voru prófessor Tómasi Helgasyni veittar 30 þús-
und krónur.
Úr Prófgjáldasjóði voru veittir þessir styrkir:
Stúdentaráði 25.000 kr. til starfsemi sinnar, 12.000 kr. vegna
formannaráðstefnu stúdentasamtakanna á Norðurlöndum, sem
var haldin í Reykjavík, og 7.500 kr. til þátttöku í slíkri ráð-
stefnu erlendis. Félagi læknanema 6.000 kr. til Læknanemans
og 21.000 kr. til utanfararstyrkja. Orator, félagi laganema,
2.000 kr. til félagsstarfsemi, 2.000 kr. vegna heimsóknar nor-
rænna laganema og 20.000 kr. til utanfararstyrkja. Félagi tann-
læknanema 3.000 kr. til félagsstarfsemi. Stúdentakórnum 6.000
kr. Til norræna sumarháskólans 6.000 kr. Til tónlistarkynninga
10.000 kr. Prófessor Símoni Jóh. Ágústssyni 5.000 vegna þýð-
ingar á kennslubók í rökfræði.
22