Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Blaðsíða 120
100
Prag, en hinn frá Sambandi finnskra stúdentafélaga. Þá af-
hentu háskólarnir í Uppsölum, Lundi, Gautaborg og Stokk-
hólmi silfurbikar, og frá háskólanum í Björgvin barst að gjöf
eftirmynd af merkri tréskurðarmynd frá miðöldum. Af hálfu
Lyfjafræðingaskóla Danmerkur var afhentur silfurpeningur.
Skrautrituð eða skrautprentuð ávörp bárust frá Menntaskól-
anum í Reykjavík, Verzlunarskóla Islands og Þjóðræknisfélagi
Islendinga í Vesturheimi, svo og frá eftirfarandi háskólum:
Árósaháskóla, Caenháskóla, Harvardháskóla, háskólum í Vest-
ur-Þýzkalandi, Helsingforsháskóla, Kaliforníuháskóla, Kaup-
mannahafnarháskóla, Lyfjafræðingaskóla Danmerkur, Mani-
tobaháskóla, Minnesotaháskóla, Marylandháskóla, Norður-Da-
kotaháskóla, Tækniháskóla Danmerkur, Tækniháskólanum í
Prag, Tækniháskólanum í Þrándheimi, Ouluháskóla, Univers-
ity College, Dyflinni, Varsjárháskóla, Vínarháskóla, Ábo Aka-
demi og Turun Yliopiston. Þá bárust kveðjur frá háskólun-
um í Aþenu, Greifswald, Hamborg, Leipzig og Prag, Moskvu-
háskóla, Freie Universitát í Berlín, ennfremur m. a. frá Bri-
tish Council, sendiherra Thor Thors, fyrrv. sendiherra Svía H.
Pousette, fyrrv. rektor Didrik Arup Seip og mörgum fyrrv.
sendikennurum við Háskóla Islands, þ. á m. þremur búsettum
í Uppsölum.
Ásgeir Magnússon frá Ægissíðu afhenti Háskólanum Speki-
rit heilagrar ritningar, er hann hefir þýtt og handritað for-
kunnar vel. Handritið er i fögru og vönduðu bandi.
Þá barst Háskólanum að gjöf upptökutæki frá Ottó A. Mich-
elsen Ennfremur litmynd af háskólanum frá Jóni Ármanni
Héðinssyni viðskiptafræðingi, tekin af honum sjálfum.
Margir menn og stofnanir hafa liðsinnt Háskólanum og greitt
fyrir honum við hin umfangsmiklu hátíðahöld. Þakkar Háskól-
inn þá vinsemd alla, og ekki sízt það liðsinni, er um 40 stúd-
entar Háskólans létu í té endurgjaldslaust við fatavörzlu, dyra-
vörzlu og aðra aðstoð við hátíðahöldin.