Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Blaðsíða 134
114
Þykir rétt að taka hér upp tillögur heimspekideildar, eins
og þær urðu að efni til, eftir að háskólaráð hafði fjallað um
málið, en lögin um Handritastofnun Islands eru prentuð á
bls. 183—184.
UM STOFNUN í ÍSLENZKUM FRÆÐUM.
Háskólaráð telur vel til fallið, að 150 ára afmælis Jóns Sig-
urðssonar og 50 ára afmælis Háskóla Islands verði m. a. minnzt
með þeim hætti, að komið verði þegar á þessu ári á fót rann-
sóknarstofnun í íslenzkum fræðum með því sniði, sem að neð-
an greinir.
1. Nafn.
Stofnunin heitir Handritastofnun Islands.
2. Tilgangur.
Tilgangur stofnunarinnar er að vinna að aukinni þekkingu
á máli, bókmenntum og sögu íslenzku þjóðarinnar fyrr og sið-
ar. Þetta geri stofnunin með öflun og varðveizlu gagna um
þessi efni, rannsóknum á heimildum um þau, útgáfu handrita
og fræðirita og með hverju öðru, sem stutt getur að þessu
markmiði.
3. Stjórn.
Yfirstjórn stofnunarinnar sé falin nefnd manna, sem í séu
þrír prófessorar við Háskóla Islands, sem kosnir séu af há-
skólaráði til fjögurra ára i senn, landsbókavörður, þjóðskjala-
vörður, þjóðminjavörður og forstöðumaður stofnunarinnar.
Menntamálaráðherra skipar formann stjórnarnefndar. Nefnd-
arstörfin séu ólaunuð.
4. Húsnæði.
Stofnuninni sé til bráðabirgða fengið húsnæði í Landsbóka-
safni eða á öðrum stað, sem hentugastur þykir til þess, en til
frambúðar verði stofnuninni fenginn staður í nýju húsi fyrir
Landsbókasafn, sem reist mun verða á næstunni. Reynt verði
að haga safnshúsi svo, þegar það verður reist, að rannsóknar-
stofnunin verði sérstök álma þess og byrjað verði á að reisa
hana.