Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Blaðsíða 9
5
Oxford, Aberystwith í Wales, Edinborg í Skotlandi og fulltrúa
University College í Dublin. Loks er oss mikil ánægja að bjóða
velkomna ágæta fulltrúa háskóla í Vesturheimi, rektor Cali-
forníuháskóla, fulltrúa Harvardháskóla, ríkisháskólans í North
Dakota og Minnesotaháskóla, svo og fulltrúa Manitobaháskóla
í Winnipeg, en við þessa háskóla alla hafa margir íslendingar
svo og menn af íslenzku bergi brotnir stundað háskólanám.
Ég sný máli mínu til yðar, doctores promovendi honoris causa,
og býð yður hjartanlega velkomna til hátíðarinnar og þakka
yður fyrir að hafa sótt hátíð vora, sumir yðar um langan veg.
Nærvera hinna miklu lærdómsmanna varpar vissulega Ijóma
á hátíðina.
Ég býð velkomna fulltrúa norrænna stúdentasamtaka, sem
íslenzk stúdentasamtök eiga mjög gott upp að unna.
Ég býð velkomna á háskólahátíð fulltrúa hinna ágætu landa
vorra í Vesturheimi, forseta Þjóðræknisfélags Islendinga þar,
prófessor Richard Beck.
Oss er ánægja að geta boðið velkominn á háskólahátíð í
dag fyrrverandi menntamálaráðherra Dana, herra Jörgen Jör-
gensen — stjórnmálamann, sem íslenzk þjóð og Háskóli Islands
sérstaklega standa í mikilli þakklætisskuld við og meta mikils.
Ég býð velkomna fyrrverandi rektora háskólans, núverandi
og fyrrverandi prófessora og aðra kennara háskólans og próf-
dómendur, starfsmenn háskólans aðra, doktora háskólans og
heiðursdoktora, kandídata háskólans og stúdenta og yður öll,
konur og karlar.
n.
Háskóli Islands var vígður hinn 17. júní 1911, en tók til
starfa í byrjun október sama ár. Háskólaráð taldi hæfa, að
50 ára afmælisins yrði minnzt bæði með hátíðahöldum í hinu
nýja samkomuhúsi háskólans, svo og með ýmsu öðru móti.
Oss er mikil ánægja að geta haldið hátíð vora í hinum rúm-
góðu og glæsilegu salarkynnum þessa nýja húss, sem nú er
að kalla fulllokið. Með hátíðinni hér í dag vígjum vér húsið,
minnumst með þakklæti allra þeirra, sem hér hafa lagt hönd
að verki, og látum í Ijós þá einlægu von, að þetta kvikmynda-,