Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Blaðsíða 16
12
vér þó fyrst og fremst til íslenzkrar þjóðar, sem gert hefiv
það kleift að starfrækja háskólann. Rektorar og háskólaráð
hafa og leyst af hendi stórmikil störf, sem vér minnumst með
þökk. Á engan mun hallað, þótt eins manns sé getið sérstak-
lega í því sambandi, prófessors Alexanders Jóhannessonar.
Hann hefir gegnt rektorsembætti allra manna lengst eða í
12 ár. Með bjartsýni sinni, áræði, einstakri atorku og ósér-
plægni hefir hann skilað geysimiklu verki hér við skólann,
og mun hans ávallt verða minnzt sem eins mesta framkvæmda-
og umbótamanns skóla vors og eins helzta velgerðarmanns hans.
Kennarar háskólans hafa leyst af hendi mikil fræði- og
rannsóknarstörf, svo sem skrár um rit þeirra bera með sér.
Hér hefir í mörgum efnum verið um algert brautryðjendastarí
að ræða — menn hafa orðið að byggja upp fræðigreinar af
grunni, þar sem ekkert hafði áður verið ritað á máli voru
um þær. Orðstír háskóla vors byggist ekki sízt á þessum störf-
um eða starfsárangri. Það mun ekki þykja ofmælt, þótt sagt
sé, að hér við háskólann hafi verið unnin margvísleg vísinda-
störf, sem auðgað hafi íslenzkt menningarlíf og stuðlað hafi
mjög að kynningu lands vors meðal erlendra þjóða og virð-
ingu þeirra fyrir því. Sú vísindastarfsemi hefir mjög tekið mið
af orðum skáldsins: „Hlöðum á grundvöll af hérlendri menn-
ing — því heilbrigða, lífvæna í erlendri kenning".
VI.
Á tímamótum sem þessum er gott að hyggja að fortíð, en
hitt skiptir þó meiru að horfa fram, enda erum vér þess full-
viss, að háskólinn, eins og hann er nú, er aðeins vísir að því,
sem verða skal. Háskóli Islands hefir um margt sérstöðu með-
al háskóla. Hann er fyrst og fremst einn minnsti háskóli a. m. k.
í Evrópu, og í öðru lagi er hann eini háskólinn í þjóðfélagi
voru, og hvílir því meiri menningarleg ábyrgð á honum en er
um marga aðra háskóla.
Frumstaðreyndin, sem blasir við um framtíð háskólans, er
sú, að ætla má, að stúdentatala hans tvöfaldist á næstu 6—8
árum. Við þeirri ánægjulegu þróun verður að búast af fullri