Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Blaðsíða 20
14
frá stofni þá kennslu, sem veitt er í háskólanum til B.A.-prófa,
þótt það verði ekki rakið hér frekar. Þá býður fræðileg nauð-
syn og heilbrigður þjóðlegur metnaður, að hið fyrsta verði stór-
bætt aðstaða til rannsókna á íslenzkum handritum og í íslenzk-
um fræðum.
Á næstu árum stöndum vér andspænis þeim vanda, hvert
beina skuli starfsemi háskóla vors. Efling skólans þarf að fara
fram skipulagsbundið og með langmið í huga. Vinna þarf
markvíst að þeirri uppbyggingu. Gera þarf sérfræðilegar áætl-
anir um þarfir vorar á háskólamenntuðum mönnum á ýmsum
sviðum og taka síðan til könnunar um hvert einstakt svið,
hvort veita eigi mönnum fræðslu í því hér heima eða eigi.
Slíkar áætlanir ættu einnig að taka til eflingar á þeim grein-
um, sem nú er fengizt við. Hér er brýn þörf á heildstæðum,
alhliða athugunum, sem unnar væru í náinni samvinnu við
ríkisstjórn landsins. Getum vér mikið lært í þessum efnum
af frændþjóðinni norsku, en í Noregi hefir verið gripið raun-
hæft og stórmyndarlega á þessum málum. Vér verðum að efla
háskóla vorn stórum, ef hér á ekki að verða vísindaleg kyrr-
staða og afturför, og er þó raunar full hætta á, að unnið sé
fyrir gýg, ef kjör starfsmanna háskólans verða ekki bætt til
mikilla muna.
vn.
50 ára afmælis háskóla vors er minnzt á því ári, er eitt hið
mesta og vandasamasta mál, handritamálið, hefir hlotið fulln-
aðarlyktir, þótt stundarbið verði á framkvæmdum. Bræðra-
þjóðin danska og ríkisþing Danmerkur hafa brugðizt stór-
mannlega við tilmælum vorum um afhendingu íslenzkra hand-
rita. íslenzk þjóð og Háskóli Islands sérstaklega munu aldrei
gleyma þessum drengilegu viðbrögðum. Ákvörðunin um af-
hendingu handritanna varpar sérstæðum ljóma á háskóla-
hátíð vora, slíkt fagnaðarefni sem þessi ályktun er hverjum
Islendingi.
Hins verður þjóðin gervöll að gera sér grein, hver menn-
ingarleg skylda hvílir nú á oss um rannsóknir á handritum