Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Blaðsíða 138
118
Auk þess kæmi svo starfslið fyrir sameiginlegar þarfir; á
skrifstofu og verkstæði, alls 10 manns, og verða þá hjálpar-
menn alls 38.“
Um húsnæði, tæki og húsbúnað segir ennfremur svo í álits-
gerðinni:
„Húsnœði:
Húsnæði stofnunarinnar væri fyrst og fremst rannsókna-
stofur og skrifstofur sérfræðinga.
Ekki er gert ráð fyrir, að kennsla við háskólann eða æf-
ingar stúdenta færu fram í húsnæði stofnunarinnar, en æski-
legt væri þó, að þar væri eitt fundaherbergi, sem tæki um 50
manns. Annað sameiginlegt húsnæði er skrifstofa stofnunar-
innar, bókasafn, verkstæði og borðstofa. Auk þess væri æski-
legt, að stofnunin hefði á að skipa nokkrum gistiherbergjum,
sem hægt væri að bjóða gestum, sem koma til skammrar dvalar.
Hæfilegt húsnæði fyrir starfsemi stofnunarinnar virðist þurfa
að vera um 2500 m2 að gólffleti. Af því eru um 500 m2 ætlaðir
til sameiginlegra þarfa og 2000 m2 til rannsóknastarfseminnar.
Tæki og húsbúnaður.
Við ekki stærri stofnun en hér um ræðir ber að forðast
mjög dýr tæki og tæki, sem krefjast mikillar umönnunar, svo
sem stóra acceleratora og reaktora. Rannsóknir, sem krefjast
slíkra tækja, gætu starfsmenn stofnunarinnar þó ef til vill
framkvæmt í samvinnu við aðrar rannsóknarstofnanir, þar sem
slík tæki eru fyrir hendi. Þó væri æskilegt, að eðlisfræðideildin
hefði sæmilega öflugan nevtrónugjafa, m. a. fyrir „nevtron ac-
tivation analyzis“. Einnig væri æskilegt, að stærðfræðideildin
hefði á að skipa fullkominni reiknivél.
Stofnunin yrði í upphafi búin almennum tækjum til rann-
sókna á áðurgreindum sviðum, svo sem mæli- og smíðatækj-
um. Ennfremur almennum hjálpargögnum, svo sem reiknivél-
um og öðrum skrifstofuvélum, teiknitækjum og Ijósmynda-
tækjum. Einnig yrði hún búin sérhæfðum rannsóknartækjum
til allra fyrirfram ákveðinna rannsókna, sem búast mætti við,