Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Blaðsíða 95
75
landi hér og mikill brautryðjandi í þessari merku og mikil-
vægu fræðigrein. Hann var meðal frumkvöðla að stofnun at-
vinnudeildar háskólans og fyrsti forstöðumaður hennar.
Ég sný nú máli mínu til yðar, kæru nýstúdentar.
Yður er stefnt hingað í dag til þess að veita viðtöku há-
skólaborgarabréfi yðar — hinum formlega lykli yðar að há-
skólanum — og til þess að þér staðfestið heit um að virða í
hvívetna lög háskólans og óskráðar akademískar reglur hans.
Hugtakið universitas merkti við miðaldaháskólana félags-
skap meistara og stúdenta þeirra, eins konar bræðralag, sem
menn sórust í til gagnkvæmrar verndar og trausts gegn yfir-
gangi og áreitni utan frá. Háskólarnir töldu sig þess umkomna
á þeim tíma að veita stúdentum sínum virka vernd, griðland,
og þess var full þörf í viðsjálli og rosafenginni veröld. „Nú er
öld snúin“. Stúdentum er ekki þörf á lagavernd öðrum mönn-
um fremur, og hitt er þó sýnu firr, að háskólinn megni að
veita þeim slíka vernd.
En háskóli er enn í dag dásamlegt samfélag lærðra manna
og stúdenta þeirra — vin í hverju þjóðfélagi, þar sem mönn-
um er búið griðland til vandlegra og kyrrlátra íhugana, lær-
dóms og rannsókna. Þar er keppt að þekkingu, þjálfun og
þroska með þeirri hlutlægu sannleiksleit, sem hlýtur að auð-
kenna hvern háskóla. Þar er í öndvegi það viðhorf að þjálfa
beri rökhyggju manna, temja beri þeim gagnrýnisleg viðhorf,
þar á að fara fram málefnisleg, hlutlaus könnun orsaka og
afleiðinga, en eyða ber hleypidómum og hvers konar einsýni.
Háskóli stefnir að því að gera nemendur sína eftir föngum
að lærdómsmönnum, en þó ekki síður að sjálfstæðum hugs-
uðum. 1 kennslu hvers háskólakennara felst það, að hann legg-
ur fram sín sjónarmið og niðurstöður, sem reist eru á þeim
akademíska stofni, sem áður er greindur. Þau sjónarmið eru
skoðanir hans á fyrirbærum þeim, er hann lýsir, en yður
stúdentum ber að íhuga þær niðurstöður gagnrýnislega og
vega þær. Ég er ekki með þessum orðum að hvetja yður til
tortryggni eða þess að hafa ekkert fyrir satt að óreyndu,