Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Blaðsíða 67
49
„ímyndaðu þér kauptorg upp frá sjónum fyrir miðri strönd-
inni og annað torg fallegra með norðurvegg kirkjunnar á eina
hlið og til hinna þriggja: háskóla, menntabúr og ráðstofu, en
á miðju torginu heiðursvarða þess manns, er slíku hefði til
leiðar komið. Settu enn fremm’ suður með Tjörninni að austan-
verðu skemmtigöng og kirkjugarð hinum megin, sunnan til á
Hólavelli, — og þá sérðu, hvernig mig hefir dreymt, að Reykja-
vík eigi að líta út einhvern tíma.“
Ef nokkurum lesendum Fjölnis hefði til hugar komið, að
Tómas tryði einu orði af því, sem hann lét þarna flakka,
mundu þeir flestir fyrst af öllu hafa hugsað, að hið mikla
ferðalag hefði gert hann alveg óðan. Þeir urðu að minnsta
kosti orðlausir. Svo víða sem Fjölnis er getið, ýmist til ills
eða góðs, veit eg ekki til, að neinum samtíðarmanni fyndist
taka því að brigzla Tómasi um þessa höfuðóra, hvað þá að
samsinna þeim.
En hvað hefur Tómas hugsað sjálfur, þegar hann skrifaði
þetta? Hann kallar það draum um það, sem eigi að verða ein-
hvern tíma. Hann vissi, að „í upphafi var orðið“, hugmyndir
eru til alls fyrstar. En hann hefir vafalaust búizt við, að þessa
yrði langt að bíða, líklega enn lengra en raun hefir á orðið.
Það má sem sé heita furðulegt, hvað margt af því hefir komið
bókstaflega fram, — sem áfangar á lengri leið.
Vera má, að Tómas hafi heyrt, að til stæði að koma upp
nýjum kirkjugarði suður með Tjörn í stað gamla garðsins við
Aðalstræti. Þetta var gert einum fjórum árum síðar, enda ekki
mikið stórræði. Hugmyndin um skemmtigöng við Tjörnina
komst ekki í framkvæmd fyrr en á 20. öld. Kauptorgið upp
frá sjónum er enn ekki til og vafasamt, að um það verði hugs-
að. Veðráttan hér er ekki hentug fyrir verzlun undir beru lofti.
En lítum nú á hitt torgið, fallegra torgið, sem Tómas kallar,
°g hvað þar hefir gerzt.
Þetta torg, fyrir norðan kirkjuna, er vitanlega Austurvöllur.
Tómas hvorki dreymdi né vildi láta sig dreyma um, að Alþingi
yrði annars staðar en á Þingvelli, hvenær sem það yrði endur-
reist. En nú fór svo, að þingið var sett í Reykjavík, og þegar
7