Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Page 205
185
2. gr.
Stofnfé sjóðsins er 2 millj. íslenzkar krónur, og hefir það þegar
verið afhent rektor Háskóla Islands. Ávöxtun sjóðsins og varzla
er í höndum rektors og háskólaráðs. Fé sjóðsins má ekki leggja í
áhættusöm fyrirtæki, en ávaxta má það í tryggum verðbréfum
með öruggum vaxtatekjum.
Stjórn sjóðsins er að öðru leyti í höndum stjórnarnefndar, sem
háskólaráð kýs og skipuð er 3 aðalmönnum og 3 varamönnum.
Stjórnin kýs sér formann og ritara.
Stjórn sjóðsins skal halda fundarbók, er löggilt sé af rektor Há-
skóla íslands, og færa í hana skipulagsskrá sjóðsins, úthlutun
styrkja úr sjóðnum og aðrar fundarsamþykktir og annað það, er
varðar hag og rekstur sjóðsins.
3. gr.
Höfuðstól sjóðsins má aldrei skerða. Árlegum tekjum skal verja
annaðtveggja til þess að verðlauna íslenzkan vísindamann, sem fjall-
ar um málvísindi eða sagnfræði eða til útgáfu íslenzkra handrita
eða handritafræða eftir ákvörðun stjórnarnefndar. Deila má fé því,
sem til úthlutunar kemur, í tvo hluta. Nú telur stjórnarnefndin,
að enginn sé verður að hljóta verðlaunin tiltekið ár og ekki sé
heldur vert að styrkja útgáfu handrits, og ber þá að leggja tekjur
sjóðsins það ár við höfuðstólinn.
Úthlutun úr sjóðnum skal tilkynna 17. júní ár hvert. Fyrsta út-
hlutun fer fram 17. júní 1962.
4. gr.
Sjóðinn má auka með gjöfum frá Noregi eða Norðmönnum, sem
dveljast utan Noregs, ef stofnandi sjóðsins fellst á það.
5. gr.
Háskólaráð lætur árlega gera reikninga sjóðsins, og skulu þeir
birtir í árbók háskólans. Reikningarnir skulu endurskoðaðir með
sama hætti sem reikningar annarra háskólasjóða.
6. gr.
Leita skal staðfestingar forseta íslands á skipulagsskrá þessari.
Staöfest af forseta íslands 6. okt. 1961.
24