Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Blaðsíða 15
11
Eru lögfræðikandídatar flestir, 436, en þá læknakandídatar 426.
Alls hafa 83 konur lokið lokaprófi við háskólann. Er aðeins
5% kandídatanna frá Háskóla Islands konur, og er vonandi,
að sú hundraðstala hækki stórlega á næstu áratugum.
Á fyrsta starfsári háskólans voru stúdentar 45, en s.l. ár
voru þeir 780. Þótt tekið sé tillit til fólksfjölgunar, hefir átt
sér stað stórfelld hlutfallsleg fjölgun háskólastúdenta á þessu
árabili. Fyrsta starfsár háskólans voru prófessorar 9, en kenn-
arar alls 21. Nú eru prófessorsembætti 36, en alls eru 90 kenn-
arar við háskólann. Þessi fjölgun kennara felur sumpart í sér,
að betur er búið að upprunalegum deildum en var í öndverðu,
og í annan stað stafar hún af því, að háskólinn hefir bætt
miklu við upprunalegt starfssvið sitt, þar sem kennsla hefir
verið tekin upp í verkfræði, viðskiptafræðum, tannlækningum,
ýmsum greinum til B.A.-prófa, svo og lyfjafræði lyfsala. Þessi
viðbót við kennslugreinar varð eingöngu eftir 1940, þegai
nýja háskólabyggingin var tekin í notkun, en við það urðu
straumhvörf í starfsemi háskólans. Þá hefir rannsóknarstarf-
semi stórlega eflzt við það, að ýmsar rannsóknarstofnanir hafa
tengzt háskólanum, bæði atvinnudeild háskólans og svo ýmsar
rannsóknarstofnanir í læknisfræði og nú síðast í eðlisfræði.
Samning íslenzkrar orðabókar eftir 1540 er fastmarkað og
mjög mikilvægt rannsóknarverkefni. Rannsóknar- og kennslu-
aðstaða hefir og stórbatnað í ýmsum greinum öðrum, þótt það
verði ekki rakið hér. Bókasafn háskólans hefir vaxið og eflzt,
og eru í því um 90 þús. bindi, en vöxtur þess hefir orðið miklu
hægari sökum fjárskorts en sæmilegt má telja.
Háskólanum hefir verið mikill styrkur að þeim tveimur fyrir-
tækjum, sem hann rekur, happdrætti háskólans og kvikmynda-
húsi. Minnist háskólinn með þökk þeirra manna, sem hrundu
þessum fyrirtækjum af stað og svo ágætra starfsmanna
þeirra.
Háskóla Islands hefir svo sem rakið var vaxið ásmegin á
marga lund á þessu 50 ára tímabili. Eiga ríkisstjórnir og Al-
þingi mikinn hlut að þeirri þróun, sem orðið hefir, og minnist
háskólinn þess með miklu þakklæti. Þökkum vorum beinum