Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Blaðsíða 128
108
c) Prófdómendur í heimspekideild:
Eftirfarandi menn voru skipaðir prófdómendur í heimspeki-
deild til 3 ára frá 15. apríl 1962 að telja: Magnús Finnbogason
mag. art. í ísl. málfræði, dr. Björn K. Þórólfsson í ísl. bók-
menntasögu, dr. Kristján Eldjárn í sögu, Ágúst Sigurðsson
cand. mag. í dönsku, Jón Magnússon fil. kand. í sænsku, Guð-
rún Ólafsdóttir cand. mag. í norsku, Björn Bjarnason cand. mag.
í ensku og þýzku, dr. Jón Gíslason í frönsku, latínu og grísku,
Stefán Pétursson þjóðskjalavörður í mannkynssögu, Valdimar
Kristinsson cand. oecon. í landafræði og jarðfræði, Sigurður
Jóhannsson vegamálastjóri í stærðfræði og eðlisfræði og HaU-
dór Grímsson efnafræðingur í efnafræði. Þá var dr. Finnur Sig-
mundsson landsbókavörður skipaður prófdómandi í bókasafns-
fræðum frá 15. ágúst 1962.
d) Prófdómendur í verkfrœðideild:
Guðmundur Pálmason verkfræðingur var skipaður prófdóm-
andi í stærðfræði og aflfræði í verkfræðideild í forföllum hins
skipaða prófdómanda, Helga Sigvaldasonar verkfræðings.
Skipting laga- og viðskiptadeildar.
1 háskólalögum nr. 60, 17. júní 1957 segir svo í 9. gr.: „Við-
skiptadeild skal verða sjálfstæð deild, þegar þrjú föst kennara-
embætti hafa verið stofnuð í viðskiptadeild". Með lögum nr. 51,
11. júní 1960 var svo fyrir mælt, að stofna skyldi nýtt prófess-
orsembætti í viðskiptafræðum, en ákvæði þetta skyldi þó ekki
koma til framkvæmda, fyrr en fé væri veitt á fjárlögum til
embættisins. Þessi heimild fékkst á fjárlögum fyrir árið 1961,
og var prófessorsembættið veitt í okt. 1961. Rétt þótti þó að
bíða með aðskilnað deildanna til upphafs háskólaárs haustið
1962, en frá 15. sept. þ. á. var viðskiptadeild sjálfstæð deild.
Kennsla í viðskiptafræðum við Háskólann hófst haustið 1941,
og var kennslan sameinuð lagadeild, er hét upp frá því laga-
og hagfræðideild, en frá gildistöku háskólalaga nr. 57, 17. júní
1957 hét deildin laga- og viðskiptadeild, sbr. um þetta athuga-
semdir í greinargerð fyrir frv. til þeirra laga.