Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Blaðsíða 94
74
Að lokum minntist rektor háskólans látinna háskólakenn-
ara. Síðan ávarpaði hann nýstúdenta og afhenti þeim háskóla-
borgarabréf. Fer ræða rektors hér á eftir.
Herra forseti íslands, hæstvirtu ráðherrar, háttvirt samkoma.
Á háskólahátíðum hefir verið venja, að rektor reifaði stutt-
lega viðburði liðins háskólaárs — færi með eins konar háskóla-
annál. Tímans vegna er ekki unnt að koma slíku við nú, og
bíður það annars vettvangs. Hér vil ég minnast þeirra háskóla-
kennara, er létust á háskólaárinu.
Frá því, er síðasta háskólahátíð var haldin, á háskólinn á
bak að sjá þremur mönnum, er höfðu kennt lengi við háskól-
ann og allir með mikilli prýði. Rektor háskólans, prófessor
Þorkell Jóhannesson, lézt 31. okt. s.l. Hann gegndi prófessors-
embætti í 17 ár hér við háskólann og rektorsembætti í rösk
6 ár. Hann var tvímælalaust einn mesti og mikilhæfasti sagn-
fræðingur þjóðar vorrar, mikilvirkur og vandvirkur, lærður
og traustur, og mun íslenzk sagnfræði lengi búa að ritverkum
hans. Próf. Þorkell var mikilhæfur og laginn stjórnandi, vin-
sæll og vel virtur. Minnist ég með mikilli virðingu fyrirrenn-
ara míns, sem var í hvívetna hinn mesti drengskaparmaður.
Prófessor Ólafur Lárusson lézt 3. febr. s.l., 74 ára að aldri.
Hann var háskólakennari í um það bil 40 ár og mun hafa
kennt allra prófessora lengst við háskólann. Með honum er
genginn einn gagnmerkasti vísindamaður í lögfræði — og sér-
staklega réttarsögu, er þjóð vor hefir alið. Verða rit hans, sem
voru mörg og yfirgripsmikil, ávallt talin til meginverka á
fræðisviði hans. Hann brautskráði fleiri lögfræðikandídata en
nokkur annar Islendingur og hefir mótað mjög íslenzka lög-
fræðingastétt. Prófessor Ólafur gegndi þrívegis rektorsembætti,
samtals í 5 ár. Var hann mjög sóttur að ráðum um málefni
háskólans, en sæmd skólans og virðingu mat hann meir en
flest annað.
Prófessor Trausti Ólafsson efnafræðingur lézt 23. jan. s.l.
Hann kenndi efnafræði í læknadeild um nálega 40 ára skeið.
Hann var í hópi fyrstu háskólamenntuðu efnafræðinganna á