Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1962, Blaðsíða 64
48
arinnar. Bæjarbúar voru að vísu orðnir 600, fleiri en i nokk-
urum öðrum kaupstað. En með þeirri höfðatölu var sagan ekki
nema hálfsögð. Kjarni bæjarins var hið illa danska verzlunar-
þorp milli sjávar og Tjarnar, en í holtunum báðum megin þyrp-
ingar torfbæja, heimili tómthúsmanna og sjómanna, miklu
óreisulegri en skárri sveitabæir. Silkihúfa bæjarins að mann-
virðingum var hinn danski stiftamtmaður, og hann hafði nú
tekið sér bústað í því húsinu, sem vandaðast var og stæðileg-
ast, enda hafði það upphaflega verið reist sem tukthús. En
dómstjóri Landsyfirréttar bjó úti á Seltjarnarnesi, biskupinn
i Laugarnesi, latínuskólinn og allt, sem honum fylgdi, var suð-
ur á Álftanesi, eina prentsmiðja landsins úti í Viðey. Fáir vildu
eiga heima hér á mölinni, sem áttu annars kosti. Samgöngur
höfuðstaðarins við aðra landshluta voru mjög erfiðar, engar
strandferðir, landið vegalaust og brúalaust. Ef menn vildu flytja
búferlum eða koma bögglum milli landsfjórðunga, gat verið
greiðasta leiðin að senda allt fyrst til Kaupmannahafnar og
þaðan aftur með verzlunarskútu á næstu höfn úti á landi.
IV.
Tómas Sæmundsson hafði heyrt af því látið, áður en hann
fór heim, að Reykjavik hefði farið mikið fram síðustu árin.
Honum fannst heldur fátt um þær framfarir. Danskir sam-
ferðamenn hans héldu, að kofarnir í holtunum væru einhverj-
ar rústir, vildu ekki trúa því, að þetta væru mannabústaðir.
Þó að fáein timburhús hefðu bætzt við í miðbæinn, var þeim
ekki skipað niður af neinni forsjá. Nýja gatan, Langastétt,
sem nú er Austurstræti, var of mjó, og óþarft virtist að láta
hana taka á sig hlykk vegna gamals timburkofa, sem ætti
hvort sem er að hverfa heldur fyrr en síðar.
En Tómas nam ekki staðar við aðfinnslur að Reykjavík,
eins og hún var. Hún átti þó að verða höfuðstaður Islands,
og öll kynni hans af öðrum löndum höfðu sýnt honum og sann-
að, að höfuðstaðir væru þjóðum sama sem heili og hjarta lík-
amanum. 1 fyrrnefndu Bréfi frá íslandi gerir hann riss að
eins konar skipulagsuppdrætti bæjarins á þessa leið: