Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Page 6

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Page 6
4 Að því loknu flutti rektor, prófessor Ármann Snævarr, ræðu þá, sem hér fer á eftir: Herra forseti fslands, hæstvirtu ráðherrar, sendiherrar er- lendra ríkja, herra borgarstjóri, kæru samkennarar, kæru stúdentar, háttvirta samkoma. Vegna Háskóla íslands býð ég yður öll velkomin á háskóla- hátíð, sem haldin er að venju fyrsta vetrardag. Sérstaklega vil ég þakka herra forseta fslands þá sæmd, er hann sýnir Háskól- anum með því að sækja hátíðina, en herra forsetinn hefir bæði fyrr og síðar verið mikill stuðningsmaður Háskólans. Ég býð velkomna á háskólahátíð hæstvirtan f jármálaráðherra og hæstvirtan menntamálaráðherra. Þá býð ég velkomna tvo erlenda gesti Háskólans, sem dveljast hér á landi um þessar mundir, prófessor Norman Porteous frá Edinborgarháskóla, og dr. Rosemarie Jansch frá Deutscher Akademischer Austausch- dienst. Þá er mér mikil ánægja að bjóða velkomna til háskólahátíðar þrjá af fyrstu kandídötum Háskólans frá 1912, þá dr. med. Árna Árnason, fyrrv. héraðslækni, dr. theol. Ásmund Guðmundsson, fyrrv. prófessor og biskup fslands, og séra Vigfús Ingvar Sig- urðsson, fyrrv. prófast á Desjarmýri. Vil ég árna þessum mætu og merku mönnum, sem skilað hafa þjóð sinni ágætu ævi- starfi hver á sínu sviði, allra heilla. Kandídatar frá Háskóla ís- lands, sem brautskráðir voru 1913, eru allir látnir. I. Skóhljóð tímans heyrist hvarvetna. Eitt háskólaár er að baki, og vér fögnum í dag nýju háskólaári, vonglaðir og bjartsýnir. í viðsjálli veröld eru háskólarnir vinjar, þar sem ungu fólki er veitt færi á að einbeita kröftum sínum til að heyja sér fræðslu og öðlast vísindalega þjálfun og þar sem vísinda- og lærdómsmenn fást við rannsóknarefni sín í kyrrð og tómi. „Lehre und Forschung" skipa enn öndvegi í starfsemi háskóla, og frá þeirri stefnuskrá skyldi ekki hvika. Háskólarnir eiga að vera háborgir hinnar eilífu leitar manna að sannleikanum með
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.