Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Síða 6
4
Að því loknu flutti rektor, prófessor Ármann Snævarr, ræðu
þá, sem hér fer á eftir:
Herra forseti fslands, hæstvirtu ráðherrar, sendiherrar er-
lendra ríkja, herra borgarstjóri, kæru samkennarar, kæru
stúdentar, háttvirta samkoma.
Vegna Háskóla íslands býð ég yður öll velkomin á háskóla-
hátíð, sem haldin er að venju fyrsta vetrardag. Sérstaklega vil
ég þakka herra forseta fslands þá sæmd, er hann sýnir Háskól-
anum með því að sækja hátíðina, en herra forsetinn hefir bæði
fyrr og síðar verið mikill stuðningsmaður Háskólans.
Ég býð velkomna á háskólahátíð hæstvirtan f jármálaráðherra
og hæstvirtan menntamálaráðherra. Þá býð ég velkomna tvo
erlenda gesti Háskólans, sem dveljast hér á landi um þessar
mundir, prófessor Norman Porteous frá Edinborgarháskóla, og
dr. Rosemarie Jansch frá Deutscher Akademischer Austausch-
dienst.
Þá er mér mikil ánægja að bjóða velkomna til háskólahátíðar
þrjá af fyrstu kandídötum Háskólans frá 1912, þá dr. med. Árna
Árnason, fyrrv. héraðslækni, dr. theol. Ásmund Guðmundsson,
fyrrv. prófessor og biskup fslands, og séra Vigfús Ingvar Sig-
urðsson, fyrrv. prófast á Desjarmýri. Vil ég árna þessum mætu
og merku mönnum, sem skilað hafa þjóð sinni ágætu ævi-
starfi hver á sínu sviði, allra heilla. Kandídatar frá Háskóla ís-
lands, sem brautskráðir voru 1913, eru allir látnir.
I.
Skóhljóð tímans heyrist hvarvetna. Eitt háskólaár er að baki,
og vér fögnum í dag nýju háskólaári, vonglaðir og bjartsýnir.
í viðsjálli veröld eru háskólarnir vinjar, þar sem ungu fólki
er veitt færi á að einbeita kröftum sínum til að heyja sér
fræðslu og öðlast vísindalega þjálfun og þar sem vísinda- og
lærdómsmenn fást við rannsóknarefni sín í kyrrð og tómi.
„Lehre und Forschung" skipa enn öndvegi í starfsemi háskóla,
og frá þeirri stefnuskrá skyldi ekki hvika. Háskólarnir eiga að
vera háborgir hinnar eilífu leitar manna að sannleikanum með