Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Qupperneq 9
prófessor Hermann M. VVard í bandarískum bókmenntum, Jan
Nilsson, fil. mag. í sænsku og agrégé Regis Boyer í frönsku.
f stað þeirra tveggja, sem síðast greindi, hafa nú komið til Há-
skólans fil. mag. Lars Elmér, sendikennari í sænsku og ungfrú
Anne-Marie Vilespy lic.-és lettr., sendikennari í frönsku, en
bandarískur sendikennari er væntanlegur síðar í vetur. Þakka
ég sendikennurunum þremur, sem horfið hafa frá Háskólanum,
fyrir störf þeirra, og hina nýju sendikennara býð ég velkomna
til starfa við Háskólann.
Prófessor Magnús Már Lárusson hefir lausn frá kennslu-
skyldu þetta háskólaár, og gegnir hann starfi gistiprófessors
við Uppsalaháskóla. Annast Jón Sveinbjörnsson, cand. theol. og
fil. kand., kennslu fyrir hann að nokkru leyti. Prófessor
Halldór Halldórsson dvelur í Bandaríkjunum nokkurn hluta
haustmisserisins. Prófessor Níels Dungal hefir lausn frá kennslu-
skyldu nokkurn hluta haustmisseris, og kenna þeir prófessor
Júlíus Sigurjónsson og dr. med. Ólafur Bjarnason dósent í hans
stað. I stað Þórs Vilhjálmssonar lektors, er dvelst erlendis
mestan hluta haustmisseris, kennir Sigurður Líndal lögfræð-
ingur almenna lögfræði.
Frá s.l. áramótum var ráðinn háskólaritari cand. jur.
Jóhannes L. L. Helgason héraðsdómslögmaður, og hefir hann
gegnt síðan störfum háskólaritara ásamt prófessor Pétri Sig-
urðssyni. Prófessor Pétur mun láta af störfum nú um næstu
áramót. Háskólinn nýtur starfskrafta hans enn um nokkurra
mánaða skeið, og mun ég því fresta því um sinn að flytja hon-
um þakkir skólans fyrir ómetanleg störf í þágu hans. Ég býð
hinn nýja háskólaritara velkominn til starfa.
Við lok haustprófa í guðfræðideild Háskólans skýrði annar
prófdómandinn, vígslubiskup, dr. theol. Bjarni Jónsson, frá því,
að hann hygðist láta af störfum prófdómanda. Séra Bjarni hef-
ú' gegnt störfum prófdómanda frá stofnun Háskólans, eða í
52 ár óslitið, og ætla ég, að svo löng þjónusta sé einsdæmi
hér á Norðurlöndum. Aldrei hefir það borið við þennan langa
tíma, að séra Bjarni hafi verið forfallaður við próf, og mun
hann hafa hlustað á prófprédikanir allra íslenzkra guðfræðinga