Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Side 15
13
enn ekki verið ákveðin. Laun prófessora hafa verið fjarri því
að vera lífvænleg síðustu áratugi, og var því ekki vanþörf
á úrbótum. Afleiðingin af hinum fráleitu launakjörum undan-
farinna ára hefir verið sú, að menn hafa verið nauðbeygðir
til að leita sér aukaverkefna, og er óþarft að rekja það, hversu
mjög slíkt hefir bitnað á aðalstarfinu. Er vonandi, að nú rætist
betur úr í þessum efnum en verið hefir að undanförnu.
Af hálfu háskólaráðs hefir að vanda verið unnið að fjöl-
mörgum málefnum Háskólans, sem ekki er ástæða til að reifa
í heild sinni. Þó skal þess getið, að endurskoðun á námi til
B.A.-prófa er vel á veg komin. Þá hefir og verið mikið unnið
að undirbúningi að heildaráætlunum um þörf á fjölgun kenn-
ara næsta áratuginn, bókasafnsnefnd hefir sett fram ýmsar til-
lögur um bókasafnsmálin, fjallað hefir verið í nefnd um þátt-
töku Háskólans í alþjóðlegu vísindalegu samstarfi, og nefnd
hefir skilað tillögum um eflingu á styrkjum til handa kandí-
dötum, er stunda vilja framhaldsnám. Svo sem kunnugt er,
hefir Tækniháskóli Danmerkur sýnt oss þá einstöku velvild
að veita viðtöku öllum þeim stúdentum, sem hér hafa lokið
fyrrahlutaprófi. Til frambúðar mun tækniháskólinn ekki telja
sér kleift að taka við nema 6 íslenzkum stúdentum, enda fer
aðsókn að skólanum sífellt vaxandi. Þar sem vænta má, að
mun fleiri stúdentar en 6 brautskráist árlega úr verkfræðideild,
hefir verið unnið að því að undanförnu af hálfu Háskólans að
koma á samstarfi við erlenda verkfræðiháskóla, þ. á m. Tækni-
háskóla Noregs í Þrándheimi og tækniháskólana í Aachen og
Karlsruhe. Hefir Tækniháskóli Noregs nú sýnt Háskólanum þá
miklu vinsemd að heita því að taka við 5 íslenzkum verkfræði-
nemum, er lokið hafa fyrrahlutaprófi, til náms í síðarahluta.
Fór fyrsti hópurinn nú í haust til náms í Þrándheimi, 5 stú-
dentar. Metur Háskóli Islands mjög mikils þetta samstarf við
Niðarós, og er sérstök ástæða til að þakka rektor Sigurd P.
Andersen fyrir skilning hans og atorku við lausn þessa máls.
Skal ég nú beina athygli að öðru frá sjónarhóli Háskólans.
Eitt af því, sem skortir bagalega hér við Háskólann, eru
rannsóknarstofnanir og sérstök kennsluaðstaða í einstökum