Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Qupperneq 16
14
greinum í sambandi við þær. Hér þarf að skapa rannsóknar-
umhverfi, með þeirri rannsóknargleði og rannsóknarglóð, sem
skapast af samvistum milli rannsóknarmanna innbyrðis, stú-
denta og kandídata. Handritastofnun íslands og Raunvísinda-
stofnun Háskólans eru merkir áfangar á þessu sviði.
Byggingarnefnd Raunvísindastofnunar er nú langt komin að
undirbúa teikningar að byggingu, stofnuninni hefir verið val-
inn staður á lóð sunnan samkomuhúss Háskólans, og bygginga-
starfsemi mun hefjast eftir áramótin. Er það fyrsti áfanginn,
sem nú er unnt að hef jast handa um að reisa m. a. fyrir mik-
ilsmetna gjöf Bandaríkjastjórnar, og bætir sá hluti byggingar
úr brýnni þörf á rannsóknaraðstöðu í eðlisfræði, efnafræði,
stærðfræði og jarðeðlisfræði.
Þess má geta, að Eðlisfræðistofnun Háskólans, sem rekin
hefir verið síðan 1958, undir forystu prófessors Þorbjörns Sig-
urgeirssonar, mun hverfa inn í Raunvísindastofnunina. Sú stofn-
un fékk á árinu til umráða loftskeytastöðvarhúsið. Formaður
byggingarnefndar Raunvísindastofnunar er prófessor Þorbjörn
Sigurgeirsson, en arkitektar þeir Sigvaldi Thordarson og Skarp-
héðinn Jóhannsson.
Handritastofnunin hóf starfsemi á árinu, og er Háskólanum
það mikið fagnaðarefni. Stefnt er að þvi að reisa hús fyrir
stofnunina, og metur Háskólinn mikils, að í fjárlagafrumvarpi
er það ákvæði, að þrjár millj. kr. verði veittar í þessu skyni
á næsta ári. Er það mikið metnaðarmál þjóðarinnar allrar að
gera vel til þessarar nýju stofnunar. Er enn á umræðu- og at-
hugunarstigi, hvers konar hús verði reist, og hefir m. a. kom-
ið til mála að tengja lausn þess við úrbætur i húsnæðismálum
Háskólans, þannig að hin fyrirhugaða bygging verði bæði ætl-
uð Háskólanum og Handritastofnuninni. Er það ánægjulegt, að
ákvörðun um að reisa hús fyrir Handritastofnunina skuli hafa
verið tekin á árinu 1963, þegar þrjár aldir eru liðnar frá fæð-
ingu Árna Magnússonar. Verður afmælis hans minnzt 13. nóv-
ember n.k., og standa Háskólinn og Handritastofnunin sameig-
inlega að þeirri athöfn.
Ég hefi áður minnzt á það á háskólahátið, hver vá er fyrir