Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Qupperneq 17
15
dyrum um starfsemi Háskólans vegna skorts á húsnæði. Er
raunar ekki að kynja, þótt að kreppi, þegar haft er í huga,
að nýstúdentar, skráðir í Háskólann haustið 1963, eru einir sér
mun fjölmennari en stúdentar Háskólans voru í heild sinni,
þegar flutt var í háskólabygginguna haustið 1940. Er ógerlegt
að hemja starfsemi Háskólans, eins og hún nú er mörkuð, í
aðalháskólabyggingunni, og húsnæðishrakið girðir gersamlega
fyrir bráðnauðsynlega aukningu á starfsemi skólans og ýmsar
umbætur, sem eru mjög aðkallandi. Var horfið að því ráði í
fyrrahaust að fá leiguhúsnæði í grennd við Háskólann fyrir
kennslu í ensku. Hefir þar m. a. verið komið fyrir nokkrum
bókakosti í þessum greinum, og er uppistaðan bókasöfn brezku
og bandarísku sendikennaranna, svo og hin ágæta gjöf kennslu-
tækja, er British Councii hefir afhent Háskólanum og hefir
bætt mjög aðstöðu til tungumálakennslu. Kann Háskólinn Bri-
tish Council mikiar þakkir fyrir þessa ágætu gjöf, sem skól-
anum er mikill fengur að.
Skortur á húsnæði fyrir Háskólann lýsir sér m. a. í því, að
aðeins lítill hluti af stúdentum Háskólans hafa lestraraðstöðu
í skólanum, eða u. þ. b. 60 af 900 skrásettum stúdentum. Meðal
annars í því skyni að bæta nokkuð úr í þessu efni festi skól-
inn sumarið 1963 kaup á húseigninni Aragötu 9, og ákvað
háskólaráð, að það húsnæði yrði notað til lestrarsala fyrir
stúdenta. Eru þar sæti á lestrarsölum fyrir 33 stúdenta og her-
bergi fyrir stjórnir tveggja deildarfélaga. Á fjárlögum er veitt
nokkurt fé til úrbóta í sambandi við sérlestrarherbergi fyrir
stúdenta, og er sú fyrirgreiðsla mikils metin af hálfu Háskól-
ans.
Svo sem kunnugt er, hafa Norðurlandaríkin ákveðið að reisa
hér og starfrækja sérstaka stofnun, sem ætlað er það hlutverk
að treysta tengslin við Norðurlöndin. Annar aðalþátturinn í
starfsemi Norræna hússins, svo sem stofnunin hefir verið nefnd,
lýtur að því að bæta aðstöðu í norrænum tungumálum og bók-
rcienntum hér við Háskólann við kennslu og rannsóknir, svo og
skapa stúdentum í þeim fræðum betri tök á námi en nú er.
Með hliðsjón af því, svo og vegna þess að Háskóli Islands telur