Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Qupperneq 20
18
skólinn raunar lagt fram tillögur um þá kennslu fyrir nokkru.
Virðist mér ráðlegt, að Náttúrugripasafn yrði reist í grennd
við Raunvísindastofnunina, og mynduðu þær stofnanir tvær
kjarnann í Raunvísindadeild Háskólans, sem tæki þá yfir verk-
fræði og tæknifræði, eðlisfræði, efnafræði, stærðfræði, jarð-
eðlisfræði, jarðfræði, líffræði, erfðafræði, dýrafræði og grasa-
fræði o. fl. skyldar greinar, svo sem fiskifræði, haffræði og
veðurfræði.
Á hinn bóginn verður brýn nauðsyn á næstu árum að
bæta hlut og aðstöðu hugvísindamanna með því að reisa bygg-
ingar, er rúmi rannsóknarstofnanir í hinum ýmsu greinum
þeirra vísinda, svo sem félagsvísinda, tungumála, fornra og
nýrra, bókmennta, sagnfræði, hljóðfræði, almennra málvisinda,
heimspeki o. fl. Innan þessara stofnana í raunvísindum og hug-
vísindum yrðu svo bókasöfn og lestrarsalir, því að það er vita-
skuld fjarri lagi, að stofnanirnar geti verið án slíkra bókasafna,
þótt stefnt verði að einu vísindalegu meginbókasafni á landi hér.
Enn eitt átak í byggingaframkvæmdum á vegum Háskólans,
sem ástæða er til að minna á, er úrlausn á bættri aðstöðu há-
skólastúdenta til félagslegra iðkana. Er þar skemmst af að
segja, að stúdentar Háskólans eiga fárra kosta völ um aðstöðu
til félagslegra iðkana. Hér vantar flest, sem þykir undirstöðu-
atriði félagslífs við erlenda háskóla, vistlegar setustofur, mötu-
neyti og fundarsali, skrifstofuaðstöðu fyrir einstök félög skól-
ans, sali til skemmtihalds o. fl. Afleiðing þessara vanhaga er
sú, að félagslíf stúdenta stendur ekki með þeim blóma, sem
vert væri, og er þó margt vel gert í þeim efnum, ekki sízt hin
stórmyndarlega útgáfa tímarita, sem flest eða öll deildarfélög
beita sér fyrir og er skóla þeirra til sæmdar. Félagslegt upp-
eldi og félagsleg þjálfun eru vissulega mikilvægir þættir í starf-
semi hvers háskóla, og sá háskóli, sem ekki leggur rækt við
þau efni, bregzt hlutverki sínu að mínum skilningi. Mér virðist
það því eiga að vera Háskólinn, sem fyrst og fremst beitir sér
í þessu máli, og í samræmi við það hefir háskólaráð óskað at-
beina ríkisvalds til úrbóta, þar sem eru tilmæli um fjárveitingu
til stúdentaheimilis svo og lestrarsala. Varðar það miklu fyrir