Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Qupperneq 21
19
störf Háskólans, að bráðlega verði unnin bót á þessum van-
högum.
Ég vék að því áður, hve miklar skyldur vér höfum sem sjálf-
stætt ríki við vísindi umheims. Það er ekki eingöngu skylda
vor að sinna þjóðlegum fræðum, og er sú skylda þó brýn. Hér
er fágætlega góð rannsóknaraðstaða í ýmsum greinum nátt-
úruvísinda, ekki sízt jarðfræði og jarðeðlisfræði, og er það
mjög miður, að vér höfum eigi prófessorsembætti gagngert í
þeim greinum. Þjóðfélag vort er á ýmsan hátt kjörin rann-
sóknarstöð fyrir félagslegar rannsóknir, ekki sizt vegna hinnar
miklu og traustu mannfræðiþekkingar, sem mikil þörf er að
virkja í þarfir ýmissa vísinda. Koma hér einnig til mannerfða-
fræðilegar rannsóknir. Þessum verkefnum sinnum vér nálega
ekkert. Félagsvísindi eiga yfirleitt fremur erfitt uppdráttar hér
á landi, og er hin mesta þörf að efla þau stórlega. Atvinnu-
vegirnir þurfa og stóraukins stuðnings vísindalegs rannsóknar-
starfs og sérmenntaðra starfsmanna. Skyldan við vísindi um-
heimsins býður oss að vera ötulli en nú er, og það er raunar
naumast verjandi gagnvart þeim að hefjast ekki duglegar handa
en gert hefir verið. Vér verðum eim fremur að gæta þess, hve
geysilega mikið hefir verið gert í grannlöndum vorum til efl-
ingar háskólum frá styrjaldarlokum. Sum háskólahverfin á
Norðurlöndum eru óþekkjanleg, svo ör hefir byggingarstarf-
semin verið. Hér við Háskóla vorn hefir engin ný háskóla-
bygging verið reist síðan á styrjaldarárum, þegar frá er skilin
lítil álma yfir íþróttahúsi. Hér hlýtur að verða gagnger breyt-
ing á, og sem betur fer bjarmar fyrir nýjum degi. Eitt er víst,
að ríkisvaldið, sem starfrækir Háskólann, verður að leggja
mikið fé á næstu árum til hans svipað og gerist hvarvetna í
grannlöndunum, og eru tekjur happdrættisins þar hvergi nærri
einhlítar, svo mikilsvert sem happdrættið hefir þó reynzt og
mun reynast. Ella verður Háskólanum ókleift að taka við stú-
dentafjölguninni, sem í vændum er, og þá mun horfa til stöðn-
unar í starfsemi Háskólans, en stöðnun merkir í reyndinni gífur-
lega afturför. Ég er bjartsýnn í þessum efnum, því að skiln-
ingur á gildi vísinda og gildi Háskólans fyrir íslenzkt þjóð-