Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Qupperneq 28
26
Orlof kennara.
Prófessor Halldór Halldórsson dvaldist í Bandaríkjunum
nokkurn hluta haustmisseris.
Prófessor Magnús Már Lárusson hafði orlof þetta háskólaár
og dvaldist við rannsóknir og kennslu við Uppsalaháskóla. Jón
Sveinbjörnsson, cand. theol., fil. kand., var ráðinn staðgengill
hans, að því er varðar Nýjatestamentisfræði.
Prófessor Níels Dungal hafði lausn frá kennsluskyldu nokk-
urn hluta haustmisseris. I hans stað kenndu þeir prófessor Júl-
íus Sigurjónsson og dósent Ólafur Bjarnason.
Tillögur og áætlanir um fjölgun kennara
við Háskóla Islands næsta áratuginn.
Vísað er um þetta mál til Árbókar 1962—1963, bls. 29.
Háskólaráð ákvað vorið 1964, að tillögur sérstakrar nefndar,
er skipuð var til að fjalla um tillögur deildanna, skyldu kynnt-
ar ríkisstjórninni þá þegar, og var þar um að ræða tillögur um
fjölgun prófessora. Jafnframt var ákveðið að bíða að sinni með
tillögur um fjölgun annarra kennara. Voru tillögur þessar
ásamt rækilegum greinargerðum sendar ríkisstjórn í júní 1964.
Sem fylgiskjöl voru m. a. send yfirlit yfir tölu kennara, stú-
denta og brautskráðra kandídata við Háskólann á ýmsum tím-
um. Þá voru einnig send yfirlit yfir tölu kennara við tvo nor-
ræna háskóla, í Árósum og Björgvin, sem ástæða þótti til að
taka með. Ennfremur voru sendar athuganir, sem Guðjón Han-
sen tryggingarfræðingur hefir gert á væntanlegri aðsókn að
Háskólanum allt til 1980. Samkvæmt áætluninni er gert ráð
fyrir stofnun 14 nýrra prófessorsembætta, 2 í guðfræðideild,
4 í læknadeild og raunar 3 annarra, er sérstaklega stendur á
um og ekki falla undir áætlunina, 3 í lagadeild, 1 í viðskipta-
deild og 4 í heimspekideild. Áætlunin náði að svo stöddu ekki
til verkfræðideildar, þar sem námstilhögun þar var mjög í
deiglunni. Áætlunin tekur ekki til prófessorsembætta í grein-
um, sem ekki eru kenndar nú í Háskólanum. Áætlun þessi hlaut
góðar undirtektir hjá ríkisstjórn. Hér á eftir fer yfirlit yfir