Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Side 32
30
Dr. G. Neumann, forstöðumaður Menningarmáladeildar Ev-
rópuráðs, flutti fyrirlestur í boði Háskólans 8. júlí um menn-
ingar- og fræðslustarfsemi Evrópuráðsins.
Próf. Margaret Schlauch, forseti enskudeildar Varsjárháskóla,
flutti fyrirlestur í boði heimspekideildar 7. ágúst um þætti úr
miðaldasögu háskólans í Cracow.
Fulltrúi frá Deutscher Akademischer Austauschdienst, frú
Rosemarie Jansch, dvaldi hér í eina viku í boði Háskólans 24.
okt.—1. nóv. 1963.
Heimsókn varaforseta Bandaríkjanna,
herra Lyndon B. Johnsons.
Hinn 16. sept. 1963 heimsótti þáverandi varaforseti Banda-
ríkjanna, Lyndon B. Johnson, Háskólann. Háskólarektor bauð
hann velkominn í viðurvist nokkurra deildarforseta og for-
stöðumanns Eðlisfræðistofnunar Háskólans. Varaforsetinn
flutti Háskólanum heillaóskir og afhenti væntanlegri Raun-
vísindastofnun Háskólans verðmætar bækur í raunvísindum.
Rektor þakkaði og bað varaforseta veita viðtöku ljósprentun
af Guðbrandsbiblíu til minningar um heimsóknina. Var heim-
sókn þessi hin ánægjulegasta.
Ráðstefna liáskólarektora Evrópuháskóla.
Ráðstefna þessi var haldin í Göttingen 2.—8. sept. 1964, og
tóku þátt í henni 150 rektorar og u. þ. b. 100 fyrrv. rektorar,
prórektorar og starfsmenn háskóla. Meginumræðuefnið var
heppilegasta stærð háskóia með tilliti til þróunar þeirra næsta
áratuginn. Einnig var m. a. rætt um tengsl tækniháskóla og
annarra æðri menntastofnana á akademisku stigi við háskóla,
um aðstreymið að háskólum og hvernig búast skyldi við því
og ýmislegt fleira. Af hálfu þýzkra háskólamanna var ráðstefn-
an eindæma vel skipulögð og allt þinghald með miklum glæsi-
brag. Rektor Háskóla Islands var kjörinn í stjórnarnefnd sam-
taka Evrópurektora fram að næsta þingi, sem væntanlega verð-
ur haldið í Bologna 1969.