Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Qupperneq 35
33
að nýta rými þar til hins ýtrasta að öðru leyti fyrir aðra stú-
denta Háskólans. Þá fellst háskólaráð ennfremur á, að Orðabók
Háskólans verði ætlað að flytjast í hið nýja húsnæði, enda leiði
frekari könnun í ljós, að það húsnæði, sem orðabók hefir nú í
skólanum, verði hagkvæmlega nýtt til að auka kennslurými
skólans eða til annarrar skyldrar starfsemi. Með tilvísun til
tengsla við Handritastofnun fellst háskólaráð á, að prófessor-
um í íslenzkum fræðum sé veittur kostur á að flytja úr vinnu-
herbergjum sínum í aðalbyggingu í vinnuherbergi í hinni nýju
byggingu, en tekur að öðru leyti ekki afstöðu til þess máls nú.
Háskólaráð telur eðlilegt af framangreindum ástæðum, að
kennslan í íslenzkum fræðum fari sem mest fram í hinni nýju
byggingu, en leggur jafnframt áherzlu á, að fyrirlestrasalirnir
og semínarherbergin verði nýtt til hins ýtrasta í þágu skólans
í heild sinni, og bendir sérstaklega á, að seminarherbergin eigi
að gegna því hlutverki að skapa aðstöðu til semínaræfinga við
allar deildir skólans...“
Gjafir.
Erfingjar hjónanna Margrétar O. Jónasdóttur og Þorsteins
Konráðssonar frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal gáfu Háskólanum
með gjafabréfi 16. sept. 1963 tónlistar- og bókasafn hjónanna.
Er það gott safn rita, einkum í tónlist og tónlistarfræðum.
Halldór Kr. Þorsteinsson skipstjóri gaf Háskólanum með
gjafabréfi 23. okt. 1963 brjóstmynd af Ólafíu Jóhannesdóttur.
Myndina gerði Kristinn Pétursson, en frumgerðin er í Osló.
Dr. Filip Paulson, tannlæknir í Malmö, gaf þeim hluta lækna-
deildar, er fjallar um kennslu í tannlækningum, sænska tann-
læknatímaritið 1900—1960 i ágætu bandi.
Formaður bankaráðs Framkvæmdabankans skýrði frá því
hinn 27. des. 1963, að ákveðið hafi verið í tilefni 10 ára af-
mælis bankans að gefa Háskólanum 2.800.000 krónur í því
skyni að gera Háskólanum kleift að festa kaup á rafeindareikni.
Er þetta ein mesta gjöf, er Háskólanum hefir nokkru sinni bor-
izt. Kaupsamningur um rafeindareikni var undirritaður þegar
í stað, en það var Háskólanum mikið keppikefli að geta eignazt
5