Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Side 39
37
jafnframt prófessor í verkfræðideild með takmarkaðri kennslu-
skyldu. Sérstakt hús yrði reist í þessu skyni í nágrenni Reykja-
víkur, en auk þess var gert ráð fyrir athugunarstöðvum all-
viða á landinu. I fjárlagabeiðni Háskólans sumarið 1964 var
óskað eftir, að fé væri veitt frá ríkisins hendi, er gerði kleift
að hefjast handa um þessa nýju stofnun. Óskað var röskra
3ja millj. kr. til byrjunarframkvæmda og upphaflegs rekstrar-
kostnaðar, en þau tilmæli náðu ekki fram að ganga.
Námsferðir stúdenta í jarðfra;ði frá Norður-
löndum til íslands.
Norðurlandaráð beitti sér fyrir því, að nokkrir prófessorar
í jarðfræði og landafræði frá hinum Norðurlöndunum komu
hingað til lands í júlí 1964 og með þeim allmargir stúdentar.
Skipulagði Náttúrugripasafn ferð þeirra um landið. Hafði
rektor boð fyrir hópinn. Hér er um athyglisverða hugmynd að
ræða, sem sjálfsagt er að Háskólinn styðji eftir megni.
Nefnd til að kanna tengsl nienntaskólasligs
og Háskólans.
Samkvæmt ósk nefndar, er fjallar um endurskoðun laga
um menntaskóla o. fl. varðandi það skólastig, var skipuð nefnd
til að fjalla um ofangreint mál, og skyldi hún vera aðalnefnd
til samráða. 1 nefndina tilnefndi háskóiaráð prófessorana Bjarna
Guðnason, Guðlaug Þorvaldsson, Magnús Magnússon og Stein-
grím Baldursson, svo og Eyþór Einarsson grasafræðing.
Nýr starfsmaður að háskólabókasafni.
Á háskólaárinu fékkst heimild til að ráða nýjan bókavörð að
háskólabókasafni. Var starfið auglýst laust til umsóknar og bár-
ust 4 umsóknir. Að tillögu háskólaráðs var Einar Sigurðsson,
cand. mag., skipaður í starfið frá 1. apríl 1964 að telja.
Nýr starfsmaður á skrifstofu Háskólans.
Vorið 1964 var veitt heimild til ráðningar nýrrar starfsstúlku
á skrifstofu Háskólans. Var ungfrú Hildigunnur Davíðsdóttir,